Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 60

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 60
60 Því meira sem þú hlustar á nemendur þína vinna í hópum, þeim mun betur gerirðu þér grein fyrir hve flókið það er að „vera kennt“. Því meira sem þú rann- sakar hugsun barna þeim mun betur gerirðu þér grein fyrir hve flókin og öflug hún getur verið (Mason, 2002, bls. 27.) Þegar ég fékk nýjan nemendahóp tók mig langan tíma að kynnast honum og læra að greina þekkingu barnanna og nýta þau námstækifæri sem ég sá skapast í skólastof- unni. Nú gagnaðist mér vel þekking mín á rannsóknunum á þróun skilnings barna á tölum og reikniaðgerðum. Ég hafði ekki kynnst þeim þegar ég tók fyrst við nemenda- hópnum sem ég hafði kennt undanfarin fjögur ár. Þá hafði ég rekið mig á að ég var stundum of fljót að gefast upp við að hlusta á útskýringar nemenda minna þegar ég skildi ekki hvað þeir voru að segja mér. Nú hafði ég þekkingu sem hjálpaði mér til að greina hver hugsun þeirra var og skilja hvar þeir voru staddir á þróunarferli sínum. Þetta hvatti mig til þess að leggja mun flóknari reikningsverkefni fyrir nemendur en ég hafði gert áður. Það kom mér stöðugt á óvart hve börnin voru öflug við útreikninga sína og sýndu mikla þekkingu og skilning. Ég fann líka hve mikill styrkur það var mér að geta greint skilnings hvers og eins og hafa þekkingu á hvers konar verkefni ég gæti samið til þess að örva einstaka nemendur til þess að þróa skilning sinn og þekkingu. Um þá greiningu vísa ég til greinar minnar Öl­l­ börn g­et­a l­ært­ að reikna (Jónína v­ala Kristinsdóttir, 2004). saM­antEKt Mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvenær þróunarferlið sem ég lýsti hér hófst. Þegar ég byrjaði hina eiginlegu rannsókn hafði ég í nokkurn tíma verið að feta mig smám saman að því marki sem ég stefndi að. v­eturinn áður en ég byrjaði rannsóknina var ég þegar byrjuð að skrá hjá mér athugasemdir til að vinna úr og reyna að greina skilning nemenda minna. Þetta var fremur ómarkvisst en ég var þó farin að gera mér grein fyrir hvað ég græddi mikið á ígrundun minni um starfið. Fyrsta veturinn sem ég vann að rannsókninni var ég mjög vakandi fyrir að reyna að fanga allt sem ég taldi að gæti komið mér að gagni. Ég var í fyrstu óörugg um eftir hverju ég væri að leita, en gerði mér smám saman grein fyrir hve það opnaði margar dyr að gefa nemendum hlutdeild í að skapa sitt eigið námsumhverfi. Ég reyndi að nýta mér eftir föngum að bregðast við hugmyndum nemenda og vinna meira úr því sem þeir báru inn í umræð- una. Oft fannst mér það ekki takast sem skyldi og ekki gefast tími til að gera öllu þau skil sem ég hefði kosið. Þrátt fyrir það var ég nokkuð sátt við árangur minn og fannst ég skynja að bæði ég og börnin græddu margt á þessari vinnu. Eftir því sem á rann- sóknina leið varð ég öruggari í bæði að greina nám nemenda minna og mitt eigið þró- unarferli við rannsóknina. Þá fór ég líka smám saman að beina sjónum að því hvernig rannsóknin hafði þróast í takt við skilning minn á eigin þróun. Til að svara þeim spurningum sem settar voru fram í inngangi hef ég reynt að draga inn í frásögn mína alla þá þætti sem ég tel að haft hafi áhrif á hvernig starf mitt þró- aðist. Þar hef ég leitað allt aftur til barnæsku. Ég taldi mikilvægt að greina frá reynslu AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.