Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 99
 sig og veröld sína og endurspegla á þann hátt eigin sjálfsmynd. að gefa nemendum tækifæri til að segja frá og túlka eigin myndverk virðist styðja þá skoðun Ricoueur (1988) að frásagnarsjálf felist í að skapa eigin lífssögu með munnlegri frásögn. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að frásagnarsjálf geti orðið til án orða en líkt og Räsänen (1998) heldur fram, „er erfitt að rannsaka hvernig yfirfærsla á sér stað í gegnum sjón- ræna myndlíkingu“ (bls. 310). Raddir nemendanna í rannsókninni segja okkur að kjarni þeirrar merkingar sem gefur myndsköpun gildi felst í hinu listræna sköpunarferli. í sköpunarferlinu á sér stað samtal milli listamannsins og viðfangsefnisins; íhugun, vangaveltur um mögu- leika, val og samsetningu. Ungmennin koma skipulagi á hugsanir sínar og gera reynslu/upplifanir sjáanlegar og um leið merkingarbærar, en hvorutveggja stuðlar að mótun sjálfsmyndar. Þetta styður skoðun Bruner (1996) á mikilvægi þess að búa yfir frásagnarfærni til þess að eiga auðveldara með að finna okkur stað í veröldinni sem við hrærumst í, og rennir stoðum undir þá ályktun að myndsköpun geti aukið líkur á slíkri færni ef frásögn af eigin myndverkum er hluti myndlistakennslu. Sköp- unarferlið, þ.e. það að búa til verk, býr yfir margvíslegum tækifærum og það sem fæst við að ganga í gegnum þetta ferli fæst kannski ekki á annan hátt. Þá er átt við sjálfa athöfnina og afraksturinn ásamt því sérstæða sambandi sem er þar á milli. Kati Rantala (1997) fullyrðir að „þegar listaverki er lokið, er listamaðurinn sá hinn sami og áður en þó annar en sá sem málaði myndina“ (bls. 224). Rannsókn Rantala (1997, 1998) á finnskum ungmennum sem stunduðu nám í myndlist, í sérstökum myndlista- skóla, utan reglulegrar skólagöngu, gefur líkar niðurstöður. útkoman er ekki aðeins myndverkið heldur einnig það sem gerist; myndverkið þróast sem frásögn og ef til vill mætti segja að ímynd þess að vera gerandi og bera ábyrgð á eigin myndsköpun fæðist í ferlinu. Þar með er hægt að segja að afrakstur hins listræna ferlis sé að vissu leyti þetta sjálf sem er gerandi með því að eiga frumkvæði og framkvæma. að skapa veitir sjálfstraust og nemendur upplifa sig sem sjálfstæða gerendur. Það hefur í för með sér ánægju og öryggi að ná árangri en jafnframt virðast ungmennin óhrædd við að horfast í augu við mistök því mistökin eru aldrei algjör. Það má læra af þeim og gera betur næst en það felst í eðli sköpunarferlisins að sjá fyrir og vinna út frá því sem komið er og verkið er þeim sífelld áskorun. Þau eru meðvituð um eigin ætlun- arverk og það er þeirra val og þeirra tilfinning fyrir því hvort árangur hefur náðst sem skiptir máli. Þekking á tungumáli myndlistarinnar er nauðsynleg nemendum eins og kom fram í viðtölum. Án þeirrar þekkingar geta nemendur ekki treyst á eigin dóm- greind og sjálfsmat. Myndlistakennsla færir nemendum áþreifanlega getu og stuðlar jafnframt að persónulegum verðmætum; að vera góður í einhverju. Þetta kemur fram í rannsókn Rantala og Lethonen (2001) á hvunndagsfagurfræði. Sjálfsskilningur byggður á myndsköpun getur undirstrikað sérstöðu sérhvers sjálfs, m.ö.o. það hversu einstakt sjálf okkar er eða hið einstæða í sjálfsmynd okkar. Räsänen (1998) telur að sjálfsskilningur ungmenna aukist við að tengja atburði úr daglegu lífi sínu þeirri veröld sem þau hafa sett fram í myndverkum sínum. Dæmi um þetta má sjá í samtölunum við Karl, auði, Helgu og Nóa. Þegar ungmennin lýsa með orðum myndrænum frásögnum sínum og tengja þær daglegu lífi sínu og/eða jafnvel öðrum RÓSA K R I S T Í n J ú L Í US D ÓT T I R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.