Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 29
2
um tilfinningagreind er. Þótt sól hennar hafi skinið skært í alþýðusálfræði síðustu árin
hefur hún sætt sívaxandi gagnrýni meðal akademískra sálfræðinga. Gagnrýnin bein-
ist að líffræðinni að baki tilfinningagreind, hugtakanotkun forsvarsmanna hennar og
mælitækjum. Líffræðilegu efasemdirnar snerta staðhæfingar Golemans um möndlung-
inn sem miðstöð tilfinningahugans (bergmálaðar í L, bls. 36–37). Þótt viðurkennt sé að
alvarleg (sjúkleg) skerðing á tilfinningafærni kunni að eiga þar upptök sín þá hefur
ekki tekist að sýna fram á neitt samband milli tiltekinnar heilastarfsemi og tiltekinna
geðshræringa (sjá Matthews, Zeidner og Roberts, 2002, bls. 545–546). Sjálft hugtakið
tilfinningagreind þykir einnig viðsjált. Stundum viðhafa tilfinningagreindarfræðingar
það sem nokkurs konar samheiti yfir alla jákvæða sálræna hæfileika fólks sem hefð-
bundin greindarpróf mæla ekki; en þegar þeir tálga hugtakið betur kemur í ljós að það
er samþýðanlegt ýmsum öðrum sálfræðihugtökum sem þegar liggja fyrir víðtækar
rannsóknir á, svo sem „jákvæður persónuleiki/sjálfsmynd“. „Tilfinningagreind“ er
þá lítið annað en nýtt vín á gömlum belgjum (Matthews o.fl., 2002, bls. 12 og 527). í
þriðja lagi hafa margvíslegar efasemdir verið orðaðar um mælitækin sem notuð eru til
að meta meinta tilfinningagreind fólks. algengast þeirra er kvarði Reuven Bar-Ons
(EQ-i) en hann er sjálfsmatstæki sem lætur fólk meta ýmiss konar tilfinningahneigðir
og sálræna færni sjálfs sín. Þessum kvarða hefur verið lagt tvennt til lasts: að hann
bjóði, eins og flest önnur sjálfsmatstæki, heim alls kyns huglægri ónákvæmni og sjálfs-
blekkingum, og að niðurstöður hans komi venjulega heim og saman við útkomuna úr
öðrum persónuleikaprófum sem þrautreynd eru og notuð hafa verið áratugum saman
(Matthews o.fl., 2002, bls. 15, 23, 41, 515 og 525). Samkvæmt þessu öllu saman er tilfinn-
ingagreindarhugtakið í besta falli óþarft, í því versta óskýrt og villandi.
auk þessara almennu efasemda hafa ýmsir vefengt kostinn á því að efla tilfinninga-
greind í skólastofunni undir handarjaðri félagsþroska- og tilfinninganáms: a) sjálft til-
finningagreindarhugtakið sé byggt á of veikum grunni (sjá að framan) til að rétt sé að
gera það að grunnhugtaki í mikilvægri kennslugrein; b) fáar rannsóknir séu enn til á
árangri félagsþroska- og tilfinninganáms sem reist sé markvisst á hugmynd Golemans
og félaga; þær jákvæðu niðurstöður sem vissulega liggi fyrir um árangur slíks náms
tengist fremur eldri áætlunum, t.d. um forvarnir gegn eiturlyfjum, sem nýttar hafi
verið innan vébanda sömu greinar; c) rannsóknir á árangri séu sjaldan vísindalegar
(með skírskotunum til samanburðarhópa er ekki hafi fengið sömu kennslu); d) ekki sé
gert ráð fyrir Hawthorne-áhrifunum alþekktu; e) ekki hafi verið rannsakað hve lengi
áhrifin af kennslunni vara; og f) ýkjukenndar staðhæfingar Golemans um að tilfinn-
ingagreind gefi mun betri vísbendingu um námsárangur en niðurstaða greindarprófa
hafi ekki staðist nákvæma skoðun (sjá Mayer og Cobb, 2000; Matthews o.fl., 2002).
vel má vera að þessar efasemdir og mótbárur lýsi umfram allt bölmóði og íhaldssemi
hefðbundinna sálfræðinga er fælist allar nýjungar; engu að síður er það höfundum L
til nokkurs vansa að hafa að engu getið þeirra eða reynt að svara þeim.
Meginefasemd mín sem siðfræðings um þá grunnhugmynd – tilfinningagreindina
– sem liggur að baki L er þó ekki af sama tagi og þær sem raktar hafa verið hér að
framan. Hún lýtur fremur að því að tilfinningagreindina skorti siðferðilega dýpt. Ég
hef áður lýst því hvernig námskrárnar íslensku fyrir leik- og grunnskólann viðhaldi
jafnvægi milli siðferðilegra og sálrænna markmiða; á það brestur nokkuð í L. Ekki má
KRISTJÁn KRISTJÁnSSon