Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 65
6
Jón gunnar bernburg
Það þarf þorp …
félagsgerð grenndarsamfélagsins og frávikshegðun unglinga
Rannsóknir á frávikshegðun meðal íslenskra unglinga hafa lagt áherslu á að kortleggja áhættu
þætti frávikshegðunar með því að skoða einstaklingsbundnar aðstæður ungmenna . Á hinn
bóginn hefur lítil áhersla verið lögð á að skoða hvort félagsgerð grenndarsamfélagsins sem ung
lingar tilheyra geti haft áhrif á frávikshegðun þeirra . Félagsfræðingar hafa þó bent á að félags
gerð grenndarsamfélagsins geti haft veigamikil áhrif á velferð barna og ungmenna . Í rannsókn
þessari er spurningalistakönnun, sem lögð var fyrir unglinga, notuð til þess að smíða mæling
ar á félagsgerð grenndarsamfélaga (þ .e . skólahverfa) og skoða samband þeirra við frávikshegð
un unglinga . Fylgnireikningar okkar sýna að frávikshegðun unglinga er meiri í skólahverfum
þar sem hátt hlutfall unglinga hefur flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag nýlega, þar sem lágt
hlutfall unglinga býr hjá báðum foreldrum sínum og þar sem félagsleg tengslanet eru veik . Þá
er umfang frávikshegðunar meira eftir því sem hlutfallslega fleiri unglingar eiga foreldra sem
verið hafa atvinnulausir nýlega . Fjölstigagreining gagnanna (e . multilevel analysis) sýnir
ennfremur að félagsgerðareinkenni skólahverfisins hafa tölfræðileg áhrif á frávikshegðun, þegar
sömu einkennum á einstaklingsstiginu er haldið föstum . Við teljum mikilvægt að íslenskar rann
sóknir á þessu sviði horfi til félagsgerðar grenndarsamfélagsins í meiri mæli en gert hefur verið .
Á undanförnum árum hafa rannsóknir getið af sér umtalsverða þekkingu á áhættu-
þáttum unglingafrávika hér á landi. Rannsóknir byggðar á spurningalistakönnunum
hafa leitt í ljós að meðal helstu áhættuþátta unglingafrávika (þ.e. afbrota, ofbeldis og
vímuefnaneyslu) eru veik tengsl við skólastarfið og slakur námsárangur, lítil og veik
samskipti við foreldra og lítil þátttaka í félags- og tómstundastarfi (Jón Gunnar Bern-
burg og Þórólfur Þórlindsson, 1999, 2001; Þóroddur Bjarnason, 2000; Þórólfur Þórlinds-
son, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jón Gunnar Bernburg og viðar Halldórsson, 1998; Þórólf-
ur Þórlindsson og Rúnar vilhjálmsson, 1991). Ennfremur hafa þessar rannsóknir sýnt
fram á mikilvægi jafnaldranna, en ítrekað hefur komið í ljós að sterkasti áhættuþáttur
frávikshegðunar er sá að eiga vini sem sýna frávikshegðun.
Þó vekur það athygli að rannsóknir á þessu sviði hafa yfirleitt einblínt á einstak-
lingsbundna þætti í nánasta umhverfi ungmenna. íslenskir rannsakendur hafa lítið
fjallað um frávikshegðun ungmenna í tengslum við félagsgerð grenndarsamfélagsins,
Þórólfur ÞórlinDSSon
Uppeldi og menntun
1. árgangur 1. hefti, 2006