Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 54

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 54
4 ferhyrninga við þakninguna. Það sama kom í ljós með þríhyrninga og sexhyrninga. Þeim fannst líka afar spennandi að uppgötva að ef þeir drógu allar hornalínur í reglu- legum sexhyrningi komu í ljós sex reglulegir þríhyrningar inni í sexhyrningnum. Nemendur þekktu fimmhyrning og vissu hvað einkennir hann, en höfðu ekki rann- sakað hvort hægt væri að þekja flöt með honum. Ég hafði hugsað mér að bíða með það verkefni, en greip tækifærið þegar Leifur teiknaði fimmhyrning á töfluna. Hann var að skýra lausn sína á verkefni sem hann leysti heima. v­erkefnið var rökþraut og snerist ekki um rúmfræði, en hann leysti það með því að teikna atburðarás í sögunni og þá varð til fimmhyrningur. v­erkefnið var eftirfarandi: Jóna býr hjá mömmu sinni og pabba. Hún á tvö systkini. Á hverjum degi vill einhver einn í fjölskyldunni skipta um sæti við einhvern annan við kvöldverðar- borðið. Hve margir dagar líða þar til allir hafa skipt um sæti við hina í fjölskyld- unni? Leifur bað um að fá að sýna lausn sína með því að teikna á töfluna. Hann byrjaði á að teikna hring sem tákn fyrir borðið. Hann teiknaði svo fimm punkta með nokkuð jöfnu millibili utan um hringinn. Þeir táknuðu fjölskyldumeðlimina fimm sem sátu kring- um borðið. Leifur dró svo strik frá einum punktinum í alla hina punktana. Því næst dró hann strik frá öðrum punkti í þá þrjá punkta sem hann var ekki þegar tengdur við. Þannig hélt hann áfram að tengja punktana þar til allir fimm voru tengdir hinum punktunum kringum hringinn. Þegar því var lokið var kominn fimmhyrningur á töfl- una og fimmarma stjarna innrituð í fimmhyrninginn. Meðan Leifur teiknaði skýring- armynd sína sagði hann frá því hvernig hann og faðir hans höfðu hjálpast að við að leysa verkefnið. Það kom mjög skýrt fram í frásögn hans að báðir höfðu skemmt sér við það og tekið fullan þátt í verkinu. Teikningin vakti mikla athygli og aðdáun bekkj- arfélaganna leyndi sér ekki. Ég ákvað að hvetja nemendur til að rannsaka fimmhyrninginn og fimm arma stjörn- una betur. Ég fékk lánuð pappaform þar sem var að finna reglulega fimmhyrninga með fimmarma stjörnu innritaðri og nemendur rannsökuðu hlutföllin í stjörnunni. Ég spurði þá hvort þeir héldu að hægt væri að þekja flöt með fimmhyrningi og voru þeir flestir fljótir að svara því játandi, enda búnir að kynnast því að það var hægt að þekja með þeim marghyrningum sem þeir höfðu rannsakað. Þeir voru þó fljótir að átta sig á að það var ekki hægt þegar þeir lögðu nokkra fimmhyrninga á borð og sáu að alltaf myndaðist bil á milli þeirra. Þegar nemendur komu inn úr frímínútum þennan dag sagði Björn: „Fótboltinn minn er búinn til úr fimmhyrningum“ og sýndi okkur boltann. v­ið nánari rannsókn sá hann að fótboltinn var búinn til úr bæði fimm- og sexhyrningum. Ég spurði nemendur hvers vegna þeir héldu að það væru notaðir bæði fimm- og sexhyrningar til að búa til fótboltann en ekki bara annað hvort formið. Með því að rannsaka pappaformin, bæði fimm- og sexhyrninga, sáu þeir að hægt væri að gera bolta úr fimmhyrningum en ekki úr sexhyrningum. „Það er ekki hægt að nota bara sexhyrninga af því það myndast aldrei bil á milli þeirra. Þess vegna verður ekki til kúla“ útskýrði Dóra. AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.