Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 51
1
þeirra til að skilgreina rannsóknaraðferðir sínar út frá viðmiðum sem þeir telja gefa
sem besta mynd af þróunarferli sínu. Það hefur hjálpað mér til að skoða betur það
ferli sem ég hef greint í minni eigin þróun í kennarastarfinu og viðleitni minni til að
skilgreina það.
í bók sinni Investigating Mathematics Teaching segir Jaworski frá því hvernig hún skil-
greindi rannsóknaraðferð sína þegar hún vann að rannsókn sinni til doktorsprófs.
Þar reyndi ég að setja fram, á þann máta sem prófdómararnir gátu samþykkt,
kenningar mínar um rannsóknir og niðurstöður af fimm ára vinnu og umhugs-
un. Það reyndist ógerlegt að gera öðru vísi en frá sjónarhorni rannsakandans á
rannsóknina. Ég leit þá á rannsóknina sem rannsókn á menningu (ethnographic)
eða túlkunarrannsókn (interpretivist), en sé núna að betur á við að tala um rann-
sókn sem byggir á hugsmíði (constructivist). Fræðileg nálgun mín og sjónarhorn
á nám og kennslu var byggt á kenningum um hugsmíði og smám saman gerði
ég mér grein fyrir á hvern hátt rannsóknarferli mitt þróaðist í samræmi við það
(Jaworski, 1996, bls. xiiii).
Skýring hennar á því hve erfitt það getur reynst að skilgreina rannsóknarferli sitt hvatti
mig til að skoða nánar þróunarferli mitt, hugmyndir mínar um hvernig nám fer fram
og aðferðir mínar við að skýra reynslu mína. við lestur bókar hennar um rannsóknir á
starfi kennara gerði ég mér grein fyrir því að hugmyndir mínar um hugsmíði hafa ekki
bara haft áhrif á hvernig ég skipulagði kennsluna, heldur einnig á þróun rannsóknar-
ferlisins. við skoðun mína á eigin kennslu var ég meðvituð um að ég sjálf var að læra
og byggja upp mína eigin þekkingu á skilningi nemenda. Jaworski segir frá hvernig
hún gerði sér smám saman grein fyrir því að það sem hún sá gerast í kennslunni sem
hún rannsakaði var hægt að túlka með hjálp kenninga um hugsmíði. Þegar nemendur
unnu að rannsóknarverkefnum, fengu tækifæri til að ræða um skilning sinn á þeim, út-
skýra og rökstyðja, byggðu þeir upp sinn eigin skilning á viðfangsefnunum. En kenn-
ararnir voru líka að læra um hvernig nemendur þeirra lærðu stærðfræði og þeir gerðu
sér smám saman grein fyrir því að nemendur þeirra gátu byggt upp sinn eigin skiln-
ing á hugtökum án þess að kennarinn útskýrði fyrir þeim. Kennararnir voru að byggja
upp sinn eigin skilning á því hvernig nemendur þeirra lærðu stærðfræði. Skilningur
minn á rannsóknarferlinu sjálfu mótaðist líka af afstöðu minni til þess hvernig minn
eigin skilningur á námi barnanna þróaðist. Meðan ég vann að rannsókninni var ég
stöðugt að leita leiða til að skilja sem best bæði þróunarferli nemenda minna og mitt
eigið. í því skyni las ég mér til um rannsóknir á námi barna og þróun kennara.
Rannsóknir á eigin starfi
Þegar ég vann við að greina gögn mín úr rannsókninni kynntist ég skrifum um rann-
sóknir á eigin starfi (self-study). Þar fann ég samhljóm við það sem ég hafði verið að
gera og tel að rannsóknaraðferð mín geti flokkast undir skilgreiningu á rannsóknum á
eigin starfi. John Loughran og Jeff Norfield (1996) hafa skrifað um rannsóknir á eigin
starfi. Norfield, sem um árabil hefur kennt kennaranemum og stundað rannsóknir á
JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR