Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 51

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 51
1 þeirra til að skilgreina rannsóknaraðferðir sínar út frá viðmiðum sem þeir telja gefa sem besta mynd af þróunarferli sínu. Það hefur hjálpað mér til að skoða betur það ferli sem ég hef greint í minni eigin þróun í kennarastarfinu og viðleitni minni til að skilgreina það. í bók sinni Invest­ig­at­ing­ Mat­hemat­ics Teaching­ segir Jaworski frá því hvernig hún skil- greindi rannsóknaraðferð sína þegar hún vann að rannsókn sinni til doktorsprófs. Þar reyndi ég að setja fram, á þann máta sem prófdómararnir gátu samþykkt, kenningar mínar um rannsóknir og niðurstöður af fimm ára vinnu og umhugs- un. Það reyndist ógerlegt að gera öðru vísi en frá sjónarhorni rannsakandans á rannsóknina. Ég leit þá á rannsóknina sem rannsókn á menningu (ethnographic) eða túlkunarrannsókn (interpretivist), en sé núna að betur á við að tala um rann- sókn sem byggir á hugsmíði (constructivist). Fræðileg nálgun mín og sjónarhorn á nám og kennslu var byggt á kenningum um hugsmíði og smám saman gerði ég mér grein fyrir á hvern hátt rannsóknarferli mitt þróaðist í samræmi við það (Jaworski, 1996, bls. xiiii). Skýring hennar á því hve erfitt það getur reynst að skilgreina rannsóknarferli sitt hvatti mig til að skoða nánar þróunarferli mitt, hugmyndir mínar um hvernig nám fer fram og aðferðir mínar við að skýra reynslu mína. v­ið lestur bókar hennar um rannsóknir á starfi kennara gerði ég mér grein fyrir því að hugmyndir mínar um hugsmíði hafa ekki bara haft áhrif á hvernig ég skipulagði kennsluna, heldur einnig á þróun rannsóknar- ferlisins. v­ið skoðun mína á eigin kennslu var ég meðvituð um að ég sjálf var að læra og byggja upp mína eigin þekkingu á skilningi nemenda. Jaworski segir frá hvernig hún gerði sér smám saman grein fyrir því að það sem hún sá gerast í kennslunni sem hún rannsakaði var hægt að túlka með hjálp kenninga um hugsmíði. Þegar nemendur unnu að rannsóknarverkefnum, fengu tækifæri til að ræða um skilning sinn á þeim, út- skýra og rökstyðja, byggðu þeir upp sinn eigin skilning á viðfangsefnunum. En kenn- ararnir voru líka að læra um hvernig nemendur þeirra lærðu stærðfræði og þeir gerðu sér smám saman grein fyrir því að nemendur þeirra gátu byggt upp sinn eigin skiln- ing á hugtökum án þess að kennarinn útskýrði fyrir þeim. Kennararnir voru að byggja upp sinn eigin skilning á því hvernig nemendur þeirra lærðu stærðfræði. Skilningur minn á rannsóknarferlinu sjálfu mótaðist líka af afstöðu minni til þess hvernig minn eigin skilningur á námi barnanna þróaðist. Meðan ég vann að rannsókninni var ég stöðugt að leita leiða til að skilja sem best bæði þróunarferli nemenda minna og mitt eigið. í því skyni las ég mér til um rannsóknir á námi barna og þróun kennara. Ranns­óknir­ á eig­in s­tar­fi Þegar ég vann við að greina gögn mín úr rannsókninni kynntist ég skrifum um rann- sóknir á eigin starfi (self-study). Þar fann ég samhljóm við það sem ég hafði verið að gera og tel að rannsóknaraðferð mín geti flokkast undir skilgreiningu á rannsóknum á eigin starfi. John Loughran og Jeff Norfield (1996) hafa skrifað um rannsóknir á eigin starfi. Norfield, sem um árabil hefur kennt kennaranemum og stundað rannsóknir á JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.