Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 108

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 108
108 en formlegt framhaldsskólanám hæfist, og hafði verið starfrækt við nokkra skóla, var fellt niður með breytingu á framhaldsskólalögunum árið 1999 (Lög nr. 100/1999 um breytingu á lögum nr. 80/1996, um framhaldsskóla, með síðari breytingum). í grein- argerð með frumvarpinu kom fram að talið var að fornámið félli vel að náms- og kennsluskipulagi á almennri námsbraut sem einnig var ætlað að mæta þörfum þeirra nemenda sem hefðu átt erfitt uppdráttar í framhaldsskóla. Þessi aðgerð átti að vera e.k. átak til að mæta með viðhlítandi hætti þörfum þessara nemenda. Hér væri um að ræða nemendur sem ekki hefðu náð fullnægjandi árangri á lokaprófi grunnskóla til að innritast á þá námsbraut sem hugur þeirra stæði til, hefðu e.t.v. fengið of lága einkunn í einni eða tveimur greinum á samræmdum prófum og þyrftu því að bæta árangur sinn í þeim. Þá var á það bent að árlega væri hópur nemenda með slakan ár- angur á grunnskólaprófi. Þessir nemendur hefðu oft fremur neikvæða sjálfsmynd og hefðu því mesta þörf fyrir öfluga ráðgjöf, auk þess sem þeir þyrftu að fá tækifæri til að spreyta sig á nýjum og fjölbreyttum viðfangsefnum. Gert var ráð fyrir að skólarnir útfærðu sjálfir nám og kennslu á almennri námsbraut í skólanámskrá og skilgreindu framboð náms í samræmi við þarfir nemenda hverju sinni (alþingi. 125. þing, þingskj. 102). Þessi breyting, eins og um hana er fjallað í greinargerð, virðist af hálfu menntamála- yfirvalda tilraun til að bregðast við miklu brottfalli nemenda. Það má svo velta því fyrir sér hvernig framhaldsskólanum hefur tekist að mæta þessari breytingu. Hafa skólarnir getað veitt þessa öflugu ráðgjöf og hafa nemendur átt þess kost að spreyta sig á nýjum og fjölbreyttum viðfangsefnum? Ekki fer miklum sögum af því, því enn virðist framhaldsskólanum ekki hafa tekist að sníða nám sitt að þörfum hins breiða hóps sem þangað sækir. Jafnvel má segja að stefnan hafi verið í öfuga átt því ýmislegt bendir til þess að áhuga ungs fólks á starfs- eða verknámi sé síður mætt nú en áður og að þeir hópar sem hafa minni áhuga á bóknámi eigi því færri möguleika innan skóla- kerfisins en áður fyrr (Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, 2002). Br­ottfall Til eru ýmsar skilgreiningar á brottfalli úr námi og verða tölur um brottfall því mis- munandi eftir því hvaða skilgreining er notuð. aðferð Hagstofu íslands, sem mennta- málaráðuneytið styðst við þegar það skoðar og gefur upplýsingar um brottfall, er að telja nemendur í framhaldsskólum ákveðið skólaár sem skrá sig ekki í skóla ári síðar og hafa ekki útskrifast í millitíðinni. Miðað við þá skilgreiningu hefur brottfall fram- haldsskólanema á undanförnum árum verið um 16%, var t.d 16,9% árin 2004–2005 (alþingi. 132. þing, þingskj. 425). Gerður G. óskarsdóttir lýsir í bók sinni, Frá skól­a t­il­ at­vinnul­ífs, niðurstöðum sam- anburðar á brottfalli úr framhaldsskólum á íslandi og á hinum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Meginniðurstöður þessa samanburðar benda til þess að brottfall úr framhaldsskóla á íslandi sé talsvert meira en í öllum þessum löndum, en einkenni brottfallsnemenda og ástæður sem þeir tilgreina séu þó sambærilegar. Mismunandi skólakerfi og mismunandi reglur um inntöku virðast ekki skipta máli í þessum efnum (Gerður G. óskarsdóttir, 2000). í þessum samanburði er stuðst við þá skilgreiningu á V IÐHoRF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.