Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 26

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 26
26 inntakshyggju): „þegnskaparmenntun“ (e. citizenship education)1 sem víða hefur verið innleidd í skólakerfum nágrannalanda okkar upp á síðkastið. Niðurstaðan þar var sú að þegnskaparmenntun „stjórnmálavæði“ lífsleiknikennsluna úr hófi fram og að í besta falli eigi slík kennsla heima sem viðbót við beinabera lífsleikni en geti ekki komið í stað hennar. í þessari þriðju ritgerð ætla ég að gægjast undir tjaldskör beinaberrar lífsleikni og beina sjónum að innbyrðis átökum fylgismanna hennar. v­ið þekkjum það úr íslend- ingasögunum að frændur eru frændum verstir. Sama gildir hér: Ekki eru minni flokka- drættir meðal talsmanna beinaberrar lífsleikni en milli þeirra, annars vegar, og tals- manna annarra grundvallarsjónarmiða um lífsleiknikennslu, hins vegar. Þessi átök opinberast best í reipdrætti þeirra sem vilja að beinabera lífsleiknin snúist umfram allt um siðferðilega dygðakennslu2 í anda skapgerðarmótunar og hinna sem mæla með sálrænu félagsþroska- og tilfinninganámi (e. social and emotional learning) í anda hug- myndanna um tilfinningagreind (e. emotional intelligence). Hér ber vel í veiði: Nýlega er komin út á íslensku handbók um lífsleikni eftir þrjá valinkunna höfunda á þessu sviði (Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson, 2004) þar sem tekin er eindregin afstaða með hinu síðara af þessum tveimur sjónarmiðum.3 Þar sem ég stend sumpart á öndverðum meiði við höfunda handbókarinnar langar mig til að ljá lesendum Uppel­dis og­ mennt­unar efnivið til umhugsunar með því að bera brigður á sjónarmið höfundanna. í næsta hluta ritgerðarinnar rek ég nokkrar sögu- legar og fræðilegar forsendur ágreinings okkar. Þar á eftir ber ég saman hugmyndir dygðafræðingsins aristótelesar um tilfinningadygðir og nútíma hugmyndir um til- finningagreind, sem Erla, Jóhann Ingi og Sæmundur fylgja að mestu, og reyni að sýna fram á yfirburði hinna fyrri. í lokahlutanum svara ég svo nokkrum andmælum sem kunna að hafa vaknað í huga lesenda. Það kunna nú að þykja síðustu forvöð að fjalla um íslensku lífsleiknina í krafti námskránna frá 1999 þar sem endurskoðun aðalnámskránna allra stendur yfir. Ef marka má þau drög sem liggja fyrir í byrjun árs 2006 að endurskoðaðri námskrá fyrir lífsleikni í grunnskólum (Menntamálaráðuneytið, 2006) er þó ekki að sjá að veiga- miklar breytingar séu fyrirhugaðar. Þessi drög eru að mestu samhljóða eldri námskrá. Eina umtalsverða breytingin virðist sú að gert er ráð fyrir aukinni áherslu á borgara- vitund (í anda þegnskapar- eða borgaramenntunar) á eldri stigum: færni nemenda í að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. ótrúlegt má virðast að ný náms- grein, sem að nokkru var rennt blint í sjóinn með fyrir sjö árum, skuli ekki talin þurfa meiri endurskoðunar við. v­onandi er það merki þess að innleiðing lífsleikni í íslenska skóla sé talin hafa heppnast vel og að um hana ríki nokkur sátt. 1 Hefð virðist nú vera að skapast fyrir því að nota fremur þýðinguna „borgaramenntun“ á íslensku um „citizenship education“. Ég geri enga athugasemd við það. 2 Ég fylgi hér reglu Gísla heitins Jónssonar menntaskólakennara um að skrifa „dygð“ með einu g þegar það er dregið af „dugur“ og merkir hið sama og „mannkostur“. 3 Eftirleiðis verður, fyrir stuttleika sakir, vísað til þessarar bókar í meginmáli sem L. L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.