Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 33

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 33
33 réttum ástæðum (1995, I, bls. 266 [1106b20–25]). Mælikvarðinn á árangur er siðferðileg- ur og hlutlægur, ekki sálrænn og huglægur. Því miður hjúfra höfundar L sig hér að Goleman fremur en aristótelesi. Þeir hamra þannig á því að lífsleikni eigi ekki að kenna nemendum „réttar“ skoðanir á málefnum eða móta slíkar skoðanir: ekki þröngva upp á þá skoðunum eða leiðrétta þær þótt okkur þyki þær rangar (L, bls. 9 og 65). Þetta er því furðulegri kenning hjá höfundum L en Goleman þar sem L er beinlínis ætlað að vera handbók í námsgrein sem meðal annars á að kenna um réttlæti, sanngirni og andleg verðmæti. Hvað skal segja við nemanda sem hefur tamið sér meinfýsi sem tilfinningahneigð (hneigð sem byggist á þeirri skoðun að gott sé að annar njóti óverðskuldaðs óláns): að hún sé í lagi ef honum líður vel með hana? Eða við nemanda sem finnst í lagi að leggja annan í einelti ef sá síðarnefndi er aulalegur eða úr sveit? Á að samþykkja sjónarmið hans eða að minnsta kosti láta hjá líða að leiðrétta það? Sé sú afstaða tekin virðist lífsleikni allt eins geta fest í sessi „mannkostalægðirnar“, er séra Hallgrímur orti um, sem mannkosti. Ef til vill – og vonandi – eiga höfundar L eingöngu við það að lífsleiknikennarinn eigi ekki að kenna réttar tilfinningaskoðanir með beinni aðferð eða ítroðslu heldur láta þær síast inn í nemendur með umræðum og íhugun. Því geta flestir verið sammála nú á dögum; en sá skilningur er alls ekki nógu ljós af lestri L. Miklu nær virðist að líta á ofangreind ummæli úr L sem ávísun á siðferðilega sjálfdæmishyggju (e. subjectivism) og ég fæ ekki séð að nokkur lífsleiknikennari fái notið sín með djöful þeirrar hyggju í dragi. e) Gil­dissvið. alsiða er að skipta tilfinningum í neikvæðar og jákvæðar. Sú skipting er á margan hátt villandi þar sem með henni er slegið í einn bálk ýmsum ólíkum merk- ingum hugtakanna jákvæður og neikvæður. Tilfinningin meinfýsi metur ákveðið ástand (óverðskuldað ólán) jákvætt og framkallar jákvæða líðan hjá þeim sem kennir hennar en er vitaskuld siðferðilega neikvæð; ást metur ástand jákvætt og þykir yfirleitt sið- ferðilega jákvæð en getur oft verið sársaukafull fyrir hinn elskandi; hluttekning vek- ur neikvæða (sársaukafulla) kennd og metur ástand mála neikvætt en er siðferðilega jákvæð (sjá nánar hjá Kristjáni Kristjánssyni, 2006a, bls. 23–35). Einn höfuðkosturinn við tilfinningakenningu aristótelesar er sá að hann blæs á muninn á neikvæðum og jákvæðum tilfinningum. Hann myndi naumast botna í þeirri algengu hugmynd nú- tímans að gott væri fyrir fólk að losa sig alveg við „neikvæðar“ tilfinningar, svo sem reiði. Þvert á móti bendir aristóteles á að allflestar tilfinningar geti verið viðeigandi við tilteknar aðstæður, þeirra á meðal reiði: þegar reiðst sé þeim sem skyldi og ekki meira né minna en skyldi. Reiði myndar þá gullið meðalhóf milli geðvonsku og geð- leysis (1995, I, bls. 356–359 [1125b26–1126b10]). Það lofar vissulega góðu, frá aristótelískum sjónarhóli, að Goleman skuli hefja bók sína með tilvitnun í aristóteles um að enginn vandi sé að reiðast; vandinn felist í að reiðast þeim sem skyldi, að réttu marki, af réttu tilefni og svo sem skyldi (1995, bls. ix). Hann gruggar þó fljótt lækinn, því í bókinni er fátt eitt sagt um rétta reiði en þeim mun meira um nauðsynina á að „sefa reiði“,„slá á reiði“ og „skakka [reiði]leik- inn“ (1995, bls. 62–63). Neikvæðar tilfinningar eru „skaðlegar“ og jafnvel „banvænar“ en jákvæðar tilfinningar stuðla að heilbrigði (1995, bls. 168–177). Einu dæmin sem Goleman tekur um kosti reiði eru annars vegar af „yfirvegaðri“ og „kaldri“ reiði og KRISTJÁn KRISTJÁnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.