Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 59

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 59
 mjög eðlileg. Ég hafði reynt að spyrja þá spurninga til að átta sig á hvernig þeir gætu leyst úr vanda sínum en þeir höfðu samt ekki gert sér grein fyrir hvernig þeir gætu brugðist við. Ég var sjálf orðin svo áhugasöm við að finna lausn á verkefninu að það var mér fullkomlega eðlilegt að koma með tillögu að lausn. Ég hafði sjálf aldrei fengist við svona verkefni og gat því ekki séð lausnina fyrir. Það var í raun eðli verkefnisins sem gerði það að verkum að ég varð eðlilegur þátttakandi í því námi sem fram fór í kennslustofunni (Jaworski, 1996). Þennan vetur hélt ég áfram að þróa vinnu með heimaverkefni sem ég hafði verið að þreifa mig áfram með í tvö ár. Mér finnst að þá hafi ég náð að greina hvað rannsóknir nemenda og umræður um þær gefa bæði nemendum og kennaranum gott tilefni til ígrundunar, þó að sjálf hafi ég ekki verið meðvituð um að ígrundun mín um starfið væri að leiða mig á nýjar brautir. Ég gaf umræðum um heimaverkefnin og úrvinnslu úr þeim stöðugt meiri tíma. Ég held að vangavelturnar um skemmtilega reynslu mína sem barn af stærðfræði og sú jákvæða reynsla sem nemendur mínir báru með sér inn í skólann hafi þarna náð að styrkja mig til að vinna enn betur úr þessari tilraun. Sam- starf mitt við foreldra um heimaverkefnin varð mér hvatning til að halda áfram við að þróa þau í samvinnu við nemendur. Ég kynnti vinnubrögðin fyrir foreldrum og hvatti þá til að ræða við börnin um verkefnin og taka þátt í rannsóknum þeirra. í samtölum við foreldra kom fram að þeim fannst ánægjulegt að glíma við verkefnin með börnun- um. „Þegar þau eru að reikna venjuleg dæmi, þá setjast þau bara inn í herbergi og svo er ekki rætt neitt meira um það,“ sagði móðir Dóru. Ég lærði líka margt um nemendur mína og hugsun þeirra. Leifur kom mér stöðugt á óvart. Hann hafði ekki mikla trú á eigin getu, fannst erfitt að þurfa að skrifa mikið en hafði gaman af að glíma við verkefni ef hann mátti beita huganum og ráða sjálfur hvernig hann kynnti lausnir sínar. í tveimur dæmum sem ég gaf hér að framan segi ég frá kynningum hans á heimaverkefnum. í báðum tilvikum kynnti hann lausnir sem voru ólíkar lausnum hinna nemendanna og vöktu aðdáun þeirra. Ég tel að sú athygli sem kynningar hans fengu hafi veitt honum meiri umbun en hrós og uppörvun frá mér gátu veitt honum. Þegar hann kynnti lausn sína á þrautinni um sætaskipan við kvöldverðarborðið með því að teikna fimmhyrning var gaman að fylgjast með hve öruggur hann var við kynninguna og greinilegt að hann hafði haft gaman af að leysa verkefnið með föður sínum. Þá hefur hann væntanlega öðlast þá innri umbun sem Glasersfeld (1995) talar um að fólk öðlist við að sigrast á erfiðu verkefni. Þegar hann kynnti lausn sína á hellulögninni var hann mjög óöruggur með sig og fannst greini- lega að sér hefði mistekist við teikninguna. Þegar hún svo vakti ómælda aðdáun bekkj- arfélaganna fékk hann staðfestingu á að hugmynd hans væri athyglisverð og það bjó miklu meira í teikningu hans en hann hafði gert ráð fyrir. Þegar ég sá hve mikils virði þessar umræður voru fyrir Leif og hve margt áhugavert kom fram í þeim varð ég enn ákveðnari en fyrr í að gefa þeim góðan tíma. Ég áttaði mig á því að með því að leggja fyrir nemendur verkefni sem voru þess eðlis að þeir þurftu að rannsaka og finna eigin leiðir að lausn komu stöðugt fram ný sjónarhorn á verkefnin og að nemendur komu auga á margt sem ég hafði ekki leitt hugann að. Ég vel tilvitnun í John Mason til að skýra þetta sjónarhorn mitt. JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.