Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 75

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 75
7 og frávikshegðunar endurspegli þá staðreynd fyrst og fremst að unglingar sem flytji búferlum á unglingsaldri sýni að jafnaði meiri frávikshegðun en hinir sem ekki flytji, sem aftur framkalli tölfræðilegt samband milli búsetuóstöðugleika og frávikshegðun- ar á grenndarstiginu. í stuttu máli sagt gætu framangreind sambönd verið tilkomin einvörðungu vegna þess að heimilisaðstæður unglinga tengjast frávikshegðun þeirra sjálfra. Ef svo er væri grenndarsamfélagsnálgun okkar í raun óviðeigandi (sbr. Robin- son, 1950), enda væri þá eðlilegast að skoða samböndin á einstaklingsstiginu, líkt og gert hefur verið í fyrri rannsóknum hérlendis. Spurningin sem við viljum svara nú er því sú hvort félagsgerðareinkenni grenndar- samfélagsins tengist frávikshegðun unglinga, þeg­ar persónul­eg­um aðst­æðum þeirra sjál­fra er hal­dið st­öðug­um. Nota má fjölstigagreiningu til þess að skilja á milli grenndaráhrifa og einstaklingsstigsáhrifa (Bryk og Raudenbush, 1992). Greining af þessu tagi svarar því hvort félagsgerðareinkenni skólahverfisins hafi tölfræðileg tengsl við meðalfrá- vikshegðun á grenndarstiginu, þegar tillit er tekið til þeirra tölfræðilegu áhrifa sem persónulegar aðstæður unglinga hafa á frávikshegðun þeirra sjálfra. Áhrif af þessu tagi eru kölluð samhengisáhrif, eins og áður segir.4 í töflu 4 koma fram niðurstöður úr fjölstigagreiningunni. Fyrsta röðin í töflunni sýnir (óstöðluð) heildaráhrif hvers félagsgerðarþáttar á umfang frávika í skóla- hverfum (allar jöfnur merktar bókstafnum a). Til dæmis sýnir jafna 1a heildaráhrif fjölskyldustöðugleika á umfang afbrotahegðunar og jafna 2a sýnir heildaráhrif fjöl- skyldustöðugleika á fíkniefnaneyslu. Heildaráhrif téðra félagsgerðarþátta á umfang frávikshegðunar eru umtalsverð og tölfræðilega marktæk (eins og reyndar kom fram í töflu 2). Næsta röð í töflunni sýnir aftur á móti samhengisáhrif (e. contextual effect) félagsgerðareinkenna á frávikshegðun, það er áhrif tiltekins félagsgerðareinkennis grenndarsamfélagsins á umfang frávikshegðunar, þegar tekið er tillit til þeirra töl- fræðilegu áhrifa sem persónuleg félagsgerðareinkenni unglinga hafa á frávikshegðun þeirra sjálfra. Þriðja röðin sýnir tengsl félagsgerðar við frávikshegðun á einstaklings- stiginu (þ.e. tengsl persónulegra aðstæðna og frávikshegðunar). aðeins eru skoðuð tölfræðileg áhrif þeirra félagsgerðareinkenna sem höfðu marktæk tengsl við fráviks- hegðun í töflu 2. Niðurstöðurnar renna styrkari stoðum undir framangreindar kenningar enda koma fram umtalsverð samhengisáhrif; félagsgerðareinkenni grenndarsamfélagsins tengjast frávikshegðun unglinga, að teknu tilliti til félagslegra aðstæðna þeirra sjálfra. í nær öllum tilfellum er aðeins unnt að rekja hluta af heildaráhrifum félagsgerðarein- 4 í Viðauka A getur að líta fylgni félagsgerðareinkenna og frávikshegðunar unglinga á einstaklings- stiginu. í fljótu bragði virðast tengsl félagsgerðarþátta við frávikshegðun stórlega vanmetin á ein- staklingsstiginu, en fylgnitölurnar eru tvisvar til þrisvar sinnum lægri en í töflu 2. Þótt sambönd breyta séu með sömu formerkjum og áður virðast fylgnimynstrin þannig vera mun meira afgerandi á grenndarstiginu. Fylgnitölur af þessum tveimur samanburðarstigum eru þó ekki sambærilegar, enda um ólíka mælikvarða að ræða. Til að mynda er fjölskyldustöðugleiki tvíkosta breyta á einstak- lingsstiginu (1 = Unglingur býr hjá báðum foreldrum, 0 = býr ekki hjá báðum foreldrum) en hlut- fallsbreyta á grenndarstiginu (hlutfall unglinga sem býr hjá báðum foreldrum). Þá er háða breytan á grenndarstiginu tíðni frávikshegðunar fyrir hvert skólahverfi en á einstaklingsstiginu er háða breytan mæling á frávikshegðun hvers einstaklings. JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.