Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 75
7
og frávikshegðunar endurspegli þá staðreynd fyrst og fremst að unglingar sem flytji
búferlum á unglingsaldri sýni að jafnaði meiri frávikshegðun en hinir sem ekki flytji,
sem aftur framkalli tölfræðilegt samband milli búsetuóstöðugleika og frávikshegðun-
ar á grenndarstiginu. í stuttu máli sagt gætu framangreind sambönd verið tilkomin
einvörðungu vegna þess að heimilisaðstæður unglinga tengjast frávikshegðun þeirra
sjálfra. Ef svo er væri grenndarsamfélagsnálgun okkar í raun óviðeigandi (sbr. Robin-
son, 1950), enda væri þá eðlilegast að skoða samböndin á einstaklingsstiginu, líkt og
gert hefur verið í fyrri rannsóknum hérlendis.
Spurningin sem við viljum svara nú er því sú hvort félagsgerðareinkenni grenndar-
samfélagsins tengist frávikshegðun unglinga, þegar persónulegum aðstæðum þeirra sjálfra
er haldið stöðugum. Nota má fjölstigagreiningu til þess að skilja á milli grenndaráhrifa
og einstaklingsstigsáhrifa (Bryk og Raudenbush, 1992). Greining af þessu tagi svarar
því hvort félagsgerðareinkenni skólahverfisins hafi tölfræðileg tengsl við meðalfrá-
vikshegðun á grenndarstiginu, þegar tillit er tekið til þeirra tölfræðilegu áhrifa sem
persónulegar aðstæður unglinga hafa á frávikshegðun þeirra sjálfra. Áhrif af þessu
tagi eru kölluð samhengisáhrif, eins og áður segir.4
í töflu 4 koma fram niðurstöður úr fjölstigagreiningunni. Fyrsta röðin í töflunni
sýnir (óstöðluð) heildaráhrif hvers félagsgerðarþáttar á umfang frávika í skóla-
hverfum (allar jöfnur merktar bókstafnum a). Til dæmis sýnir jafna 1a heildaráhrif
fjölskyldustöðugleika á umfang afbrotahegðunar og jafna 2a sýnir heildaráhrif fjöl-
skyldustöðugleika á fíkniefnaneyslu. Heildaráhrif téðra félagsgerðarþátta á umfang
frávikshegðunar eru umtalsverð og tölfræðilega marktæk (eins og reyndar kom fram
í töflu 2). Næsta röð í töflunni sýnir aftur á móti samhengisáhrif (e. contextual effect)
félagsgerðareinkenna á frávikshegðun, það er áhrif tiltekins félagsgerðareinkennis
grenndarsamfélagsins á umfang frávikshegðunar, þegar tekið er tillit til þeirra töl-
fræðilegu áhrifa sem persónuleg félagsgerðareinkenni unglinga hafa á frávikshegðun
þeirra sjálfra. Þriðja röðin sýnir tengsl félagsgerðar við frávikshegðun á einstaklings-
stiginu (þ.e. tengsl persónulegra aðstæðna og frávikshegðunar). aðeins eru skoðuð
tölfræðileg áhrif þeirra félagsgerðareinkenna sem höfðu marktæk tengsl við fráviks-
hegðun í töflu 2.
Niðurstöðurnar renna styrkari stoðum undir framangreindar kenningar enda
koma fram umtalsverð samhengisáhrif; félagsgerðareinkenni grenndarsamfélagsins
tengjast frávikshegðun unglinga, að teknu tilliti til félagslegra aðstæðna þeirra sjálfra.
í nær öllum tilfellum er aðeins unnt að rekja hluta af heildaráhrifum félagsgerðarein-
4 í Viðauka A getur að líta fylgni félagsgerðareinkenna og frávikshegðunar unglinga á einstaklings-
stiginu. í fljótu bragði virðast tengsl félagsgerðarþátta við frávikshegðun stórlega vanmetin á ein-
staklingsstiginu, en fylgnitölurnar eru tvisvar til þrisvar sinnum lægri en í töflu 2. Þótt sambönd
breyta séu með sömu formerkjum og áður virðast fylgnimynstrin þannig vera mun meira afgerandi
á grenndarstiginu. Fylgnitölur af þessum tveimur samanburðarstigum eru þó ekki sambærilegar,
enda um ólíka mælikvarða að ræða. Til að mynda er fjölskyldustöðugleiki tvíkosta breyta á einstak-
lingsstiginu (1 = Unglingur býr hjá báðum foreldrum, 0 = býr ekki hjá báðum foreldrum) en hlut-
fallsbreyta á grenndarstiginu (hlutfall unglinga sem býr hjá báðum foreldrum). Þá er háða breytan
á grenndarstiginu tíðni frávikshegðunar fyrir hvert skólahverfi en á einstaklingsstiginu er háða
breytan mæling á frávikshegðun hvers einstaklings.
JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon