Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 107
107
Svanfríður JónaSDóttir
Framhaldsskólinn hefur brugðist
of mörgum
Lögbundið hlutverk framhaldsskólans er „að stuðla að alhliða þroska allra nemenda
(undirstrikun mín) svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræð-
isþjóðfélagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara
nám“ (Lög um framhaldsskóla nr . 80/1996).
Talið er að við lok áttunda áratugarins hafi framhaldsskólinn í raun orðið öllum
opinn að loknu námi í grunnskóla. Hópur þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla
hefur stækkað en brautskráðum hefur þó ekki fjölgað hlutfallslega (Gerður G. óskars-
dóttir, 1993). Framhaldsskólanum hefur því ekki tekist að mæta þörfum allra þeirra
sem hefja þar nám. Brottfall er mikið og stór hluti nemenda lýkur aldrei prófi. Það er
alvarlegt mál þar sem stefna framhaldsskólans, námsframboð og það hvernig honum
tekst að rækja lögbundið hlutverk sitt ræður miklu um hvaða stefnu líf ungs fólks
tekur.
almenn samstaða virðist um það í samfélaginu að til þess að takast á við allar þær
breytingar sem eru hluti nútímasamfélags og alþjóðavæðingar þurfi fólk að hafa þekk-
ingu og færni og að menntun þurfi að vera sem mest og almennust. Samt virðast
ákveðnir hópar fólks ekki finna nám við hæfi eða fá ekki þann stuðning sem þarf
til að nýta sér þau tilboð sem eru til staðar. Um 10% þeirra sem útskrifast úr grunn-
skóla fara ekki í framhaldsskóla og að auki fara önnur 30–35% nemenda út í atvinnu-
lífið án námsloka (Gerður G. óskarsdóttir, 2000). í rannsókn Jóns Torfa Jónassonar og
Kristjönu Stellu Blöndal (2002) á námsgengi og afstöðu ´75 árgangsins til náms kemur
fram að við 24 ára aldur hafa tæp 43% ekki útskrifast úr framhaldsskóla. Hindranir
af ýmsu tagi hafa fælt fólk frá námi, svo sem skortur á námi við hæfi, búseta, ónóg-
ur stuðningur og takmörkuð náms- og starfsfræðsla. af þessu má draga þá ályktun
að hefðbundna skólakerfið mæti ekki þörfum og væntingum nema hluta nemenda á
framhaldsskólaaldri. Framhaldsskólinn sé því ekki fyrir alla.
Skipulag framhaldsskólans
Á framhaldskólastigi eru nú ferns konar námsbrautir; bóknámsbrautir sem veita undir-
búning fyrir nám á háskólastigi, starfsnámsbrautir til skilgreindra lokaprófa sem búa
nemendur undir tiltekin störf í atvinnulífinu, listnámsbrautir sem veita undirbúning
fyrir frekara nám í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi og almenn náms
braut sem býr nemendur undir frekara nám á öðrum námsbrautum eða er skilgreindur
hluti af námi á starfs-, list- eða bóknámsbrautum.
Fornám fyrir þá nemendur sem þurftu að bæta við sig í einhverjum greinum áður
Uppeldi og menntun
1. árgangur 1. hefti, 2006