Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 107

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 107
107 Sv­anfr­íður­ JónaSDóttir­ Framhaldsskólinn hefur brugðist of mörgum Lögbundið hlutverk framhaldsskólans er „að stuðla að alhliða þroska allra nemenda (undirstrikun mín) svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræð- isþjóðfélagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám“ (Lög­ um framhal­dsskól­a nr . 80/1996). Talið er að við lok áttunda áratugarins hafi framhaldsskólinn í raun orðið öllum opinn að loknu námi í grunnskóla. Hópur þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla hefur stækkað en brautskráðum hefur þó ekki fjölgað hlutfallslega (Gerður G. óskars- dóttir, 1993). Framhaldsskólanum hefur því ekki tekist að mæta þörfum allra þeirra sem hefja þar nám. Brottfall er mikið og stór hluti nemenda lýkur aldrei prófi. Það er alvarlegt mál þar sem stefna framhaldsskólans, námsframboð og það hvernig honum tekst að rækja lögbundið hlutverk sitt ræður miklu um hvaða stefnu líf ungs fólks tekur. almenn samstaða virðist um það í samfélaginu að til þess að takast á við allar þær breytingar sem eru hluti nútímasamfélags og alþjóðavæðingar þurfi fólk að hafa þekk- ingu og færni og að menntun þurfi að vera sem mest og almennust. Samt virðast ákveðnir hópar fólks ekki finna nám við hæfi eða fá ekki þann stuðning sem þarf til að nýta sér þau tilboð sem eru til staðar. Um 10% þeirra sem útskrifast úr grunn- skóla fara ekki í framhaldsskóla og að auki fara önnur 30–35% nemenda út í atvinnu- lífið án námsloka (Gerður G. óskarsdóttir, 2000). í rannsókn Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal (2002) á námsgengi og afstöðu ´75 árgangsins til náms kemur fram að við 24 ára aldur hafa tæp 43% ekki útskrifast úr framhaldsskóla. Hindranir af ýmsu tagi hafa fælt fólk frá námi, svo sem skortur á námi við hæfi, búseta, ónóg- ur stuðningur og takmörkuð náms- og starfsfræðsla. af þessu má draga þá ályktun að hefðbundna skólakerfið mæti ekki þörfum og væntingum nema hluta nemenda á framhaldsskólaaldri. Framhaldsskólinn sé því ekki fyrir alla. Skipulag­ fr­amhald­s­s­kólans­ Á framhaldskólastigi eru nú ferns konar námsbrautir; bóknámsbraut­ir sem veita undir- búning fyrir nám á háskólastigi, st­arfsnámsbraut­ir til skilgreindra lokaprófa sem búa nemendur undir tiltekin störf í atvinnulífinu, l­ist­námsbraut­ir sem veita undirbúning fyrir frekara nám í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi og al­menn náms­ braut­ sem býr nemendur undir frekara nám á öðrum námsbrautum eða er skilgreindur hluti af námi á starfs-, list- eða bóknámsbrautum. Fornám fyrir þá nemendur sem þurftu að bæta við sig í einhverjum greinum áður Uppeldi og menntun 1. árgangur 1. hefti, 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.