Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 28

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 28
28 milli siðferðilegra og sálrænna námsmarkmiða, hvað þá að þeir hafi haft hliðsjón af kenningu aristótelesar um hinn gullna meðalveg, en niðurstaðan er engu að síður sú að námskrárnar eru að þessu leyti í prýðilegu „aristótelísku“ jafnvægi og talsmenn jafnt skapgerðarmótunar sem félagsþroska- og tilfinninganáms í herbúðum beina- berrar lífsleikni mega vel við una. Ef marka má formála og inngang Erlu, Jóhanns Inga og Sæmundar er skilningur þeirra sá að lífsleikni sé grein sem sækir styrk til ólíkra fræðasviða, ekki síst siðfræði og sálfræði, og að mannræktarhugsjón hennar tengist mörgum öðrum fögum sem kennd eru nú þegar, meðal annars samfélagsgreinum, kristnum fræðum og siðfræði (L, bls. 5 og 8). í reynd álíta þau þó (eins og þau kannast við á bls. 5) að þarna eigi fé- lags- og tilfinningamiðað nám að vera í öndvegi. Helstu fræðilegar stoðir þeirra eru þannig Gardner og Goleman, ekki síst hinn síðarnefndi enda – segja þau – má heita „að lífsleikni eins og hún er skilgreind hér taki hvað mest mið af þeim kenningum [þ.e. Golemans]“ (L, bls. 10). Fylgispektin við þá Gardner og Goleman jaðrar stundum við trúarbrögð, eins og þegar lagt er til að litlum börnum sé kennd utanbókar vísa um að „á átta vegu lærum ég og þú“ (L, bls. 29). Höfundar vitna einnig með velþóknun í Maurice Elias, einn frægasta talsmann félagsþroska- og tilfinninganáms sem byggt er á hugmynd Golemans um tilfinningagreind (L, bls. 41). Nær öll rit sem vitnað er til í heimildaskrá eru einnig á þessari sömu línu (L, bls. 152–155). Áður en lengra er haldið skal tekið fram að þessari ritgerð er ekki ætlað að for- dæma bók Erlu, Jóhanns Inga og Sæmundar sem óalandi og óferjandi. Þvert á móti tel ég hana hafa ýmsa kosti. Hún er prýðisgóð handbók um þá tegund beinaberrar lífsleikni sem þau aðhyllast. Hún er og að mestu laus við þann mærðarfulla vindbelg- ing sem á köflum einkennir verk Golemans (1995, 1997, 2002), enda skrifuð sem hand- bók fyrir kennara og foreldra en ekki sem sjálfshjálparrit í amerískum anda. Það sem meira er: Höfundar steyta ekki fæti við öllum þeim fræðilegu steinum sem Goleman verður hrösult á, eins og ég nefni í næsta hluta. Ég mæli sérstaklega með umfjöllun- inni um þýðingu tilfinningalæsis og þess að læra að tjá eigin tilfinningar (L, bls. 55–56 og 66–68). Bókin er einnig afar vel skrifuð, skýr og ítarleg; raunar mun ítarlegri en sú sambærileg bandarísk handbók sem mest hefur verið notuð sem biblía félagsþroska- og tilfinninganáms, en sú einkennist af hvimleiðum stikkorðastíl (Elias o.fl., 1997). Sumum mun þykja sem handbókin sé nokkuð gagnskotin af sjálfsögðum hlutum en staðreyndin er sú að um fátt er eins erfitt að tala á upplýsandi og sannfærandi hátt og sjálfsagða hluti, og það tekst Erlu, Jóhanni Inga og Sæmundi vel. Umkvörtunarefni mitt er eingöngu fræðilegt og ég vona að höfundum sé ekki gerður ógreiði heldur virðingarmark með því að orða það hér: Bókin er, að mínum dómi, um of – eins og skáldið kvað – „af flokksdrætti höll“. í henni er ekki það jafnvægi milli siðferðilegra og sálrænna þátta sem fram gengur af námskránum íslensku. Og þótt vissulega megi til sanns vegar færa að jafnt félagsþroska- og tilfinninganám sem dygðakennsla leggi á endanum sitt af mörkum til farsældar ungdómsins þá nálgast þau viðfangsefnið frá talsvert ólíkum sjónarhornum. Ég hefði kosið að sjá báðum sjónarhornum gert jafn- hátt undir höfði, ekki síst þar sem höfundar vitna sjálfir í lokin í samþættarann mikla og forföður beggja, aristóteles (L, 121). Eitt dæmið um ójafnvægið í L er að þar kemur hvergi fram hve umdeild hugmyndin L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.