Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 87

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 87
87 uppistöðuna í rannsókninni. Frásagnarsjálf hefur rutt sér til rúms sem rannsóknar- fyrirbæri í mörgum fræðigreinum og lengi verið þekkt í myndlist. Hugtakið frásagn- araðferð tengist því að koma skipulagi á reynslu/upplifanir og bæta við kunnáttu og skilning; að koma skipulagi á daglegt líf í frásögn. Myndsköpun er ein leið til þess, þ.e. að myndskreyta eigin lífsreynslu og hugsanir. Fr­ás­ag­nar­aðfer­ð Hugtakið frásögn (e. narrative) vísar til mikilvægis hverskonar frásagnar: í söng, leik, skáldskap eða sjónlistum. Bruner (1990) sýndi fram á að það væri manneskjunni eðli- legt að skipuleggja og setja fram upplifanir sínar og reynslu í frásagnarformi. List- greinar frásagnarformsins (söngur, leiklist, skáldskapur eða sjónlistir) hafa engu að síður gegnt jaðarhlutverki í skólakerfi v­esturlanda þótt maðurinn hafi byggt merki- legar byggingar til að hýsa og koma á framfæri menningararfi okkar í formi safna, tón- listarhúsa og leikhúsa. Stór hluti menningararfleifðar okkar og trúarbragða byggist á frásagnarformi (Bruner, 1996; Eisner, 1997). Sögur móta umgjörð um reynslu fólks og frásögn getur varpað ljósi á líf þess, bæði fyrir það sjálft og aðra. Líkt og Rantala (1997) segir: „við lifum lífinu sem í sögu“ (bls. 221). Þetta styður það sem Bruner (1996) heldur fram um mikilvægi þess að búa yfir frásagnarfærni og frásagnarskilningi til þess að eiga auðveldara með að koma skipulagi á líf okkar og til þess að finna okkur stað í þeirri veröld sem við hrærumst í. Fr­ás­ag­nar­s­jálf Hugtakið frásagnarsjálf eins og það er notað hér lýsir því endalausa ferli að skapa eigin lífssögu. Með því að segja sögur af eigin myndverkum opnast ungmennum ótal túlkunarmöguleikar sem endurspegla sýn þeirra á lífið og veröldina kringum þau. Ricoueur (1988) segir að við séum alltaf að endurskapa lífssöguna og það gerist í gegnum allar sögurnar sem manneskjan segir af sjálfri sér, sannar og tilbúnar. Því má spyrja hvaða áhrif túlkun nemandans hefur á eigið verk, hvernig breytist það, hvað á sér stað? Teikning þar sem nemandi hefur sett fram eigin sýn á veröldina getur opnað leið til frásagnarsjálfs. Kati Rantala segir: „að skapa myndverk og lýsa því er áhrifarík leið til þess að viðhalda samfelldri lífssögu sem er þó í stöðugri endurskoðun“ (1997, bls. 236). Myndsköpun má líkja við leikvöll ímyndunaraflsins, þar sem sköpuð er ný tilvera í núinu eða ný sýn á framtíðina. Þetta leiðir hugann að því hvernig ungmenni geta skapað frásagnarsjálf gegnum sögurnar sem þau segja af eigin sköpunarverkum. Nemendur geta gert upplifanir sín- ar áþreifanlegar með því að nota tungumál myndlistarinnar. í myndum sínum geta þeir sett fram hugsanir sínar, skynjanir og tilfinningar tengdar raunverulegri reynslu og þannig verða þær tiltækar til frekari uppgötvana og skýringa. Það að gera reynslu áþreifanlega eða sýnilega gerir tilkall til frekari ígrundunar. í sköpunarferlinu geta myndverk þróast sem frásögn; sagt sjónræna sögu og gert hið ósýnilega aðgengilegra. En það er jafnframt í munnlegri frásögn nemenda sem frásagnarsjálf verður til. Fornäs (1995) telur að skilningur á táknum felist í að greina inntak þeirra með því að túlka RÓSA K R I S T Í n J ú L Í US D ÓT T I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.