Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 61
61
minni þá vegna þess að þegar ég fór að reyna að setja mig í spor nemenda minna og
skilja hvað þeir voru að hugsa komu þessi minningabrot upp í hugann. Þau kölluðu á
að ég ynni úr reynslu minni af eigin námi, nýtti mér hana til að skilja nemendur mína
betur og velja viðfangsefni sem mér fannst að gætu verið gagnleg við stærðfræðinám-
ið. Sú úrvinnsla hafði ótvírætt áhrif á þróun mína. Ég greini einnig frá því hvernig
fyrri þekking mín og reynsla af kennslu varð til þess að ég ákvað að reyna að vinna
markvisst að því að þróa kennsluhætti mína í stærðfræði. Þá kemur fram hvernig
nýjar rannsóknir á stærðfræðinámi og þróun kennara í starfi nýttust mér í kennslunni
og einnig samræður mínar við aðra, bæði kennara og foreldra nemenda minna, um
hugmyndir mínar.
Dæmin sem ég kaus að gefa eru lýsandi fyrir þá þróun sem ég hef greint á viðhorf-
um mínum og vinnubrögðum. Þeim er ætlað að gefa mynd af glímu minni við að
rannsaka eigin kennslu (Bullough og Pinnegar, 2001). Frásagnirnar af rúmfræðirann-
sóknum með nemendum í fjórða bekk sýna hvernig ígrundun mín á því sem átti sér
stað í kennslustofunni leiddi til þess að ég breytti áherslum í stærðfræðikennslunni
(Loughran og Norfield, 1998). Þegar nemendur báru með sér nýjar hugmyndir inn
í skólastofuna eða sáu viðfangsefnin í öðru ljósi en ég reyndi ég að notfæra mér hug-
myndir þeirra til að dýpka umræðuna þannig að hún gagnaðist bæði mér og þeim
við nám okkar. Þegar ég tók ákvörðun um hvers konar verkefni ég vildi leggja fyrir
nemendur notfærði ég mér hugmyndir þeirra bæði varðandi vinnubrögð og inntak.
Ég brást oft samstundis við hugmyndum nemenda og notfærði mér þær til að beina
sjónum að áhugaverðum hliðum stærðfræðinnar. Ég tók ákvarðanir um kennsluna
á grundvelli ígrundunar í kennslustundum og notfærði mér við það þekkingu mína
á námi barna og stærðfræðimenntun. Dæmin um hvernig áherslan í umræðum um
heimaverkefni breyttist eru lýsandi fyrir stöðuga ígrundun mína á eðli samræðnanna
og það hvernig ég nýtti mér það sem börnin báru með sér í skólann til að taka ákvarð-
anir um kennsluna. Þessi þróun er í samræmi við kenningar Jaworski og Schön um
fagmenn sem ígrunda starf sitt (Jaworski, 1998; Schön 1983, 1987).
Áhugi minn á stærðfræði auðveldaði mér að bregðast við hugmyndum barnanna.
Ég átti auðvelt með að greina þá stærðfræði sem bjó að baki hugmyndum þeirra og
nýta þær til að skapa nýjar aðstæður til náms. Dæmi um það eru viðbrögð mín við
lausn Leifs á þrautinni um kvöldverðarborðið. Þrautin var ekki um rúmfræði en hann
leysti hana með teikningu af fimmhyrningi og fimmarma stjörnu. Ég ákvað samstundis
að nýta mér lausn hans til frekari rannsókna á marghyrningum og hjálpa nemendum
þannig að tengja þessa nýju reynslu við fyrri rannsóknir sínar. í greiningu minni á
þróun kennslunnar sá ég að eftir því sem ég ígrundaði reynslu mína betur og reyndi að
bregðast við því sem ég lærði af samskiptum við nemendur við skipulagningu hennar,
þeim mun auðveldara átti ég með að taka ígrundaðar ákvarðanir í kennslustundum
(Jaworski, 1998). Þetta dæmi sýnir einnig að það voru ekki bara börnin sem lærðu
af því að taka þátt í vinnunni heldur líka ég (Wood o.fl 1991; Jaworski, 1996). Þegar
Björn kom með fótboltann inn í kennslustofuna gerði ég mér grein fyrir að mér hafði
tekist að vekja áhuga nemenda á marghyrningum. Ég var ánægð að sjá hve fljótir þeir
voru að tengja reynslu sína af því að þekja með marghyrningum við rannsóknirnar á
JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR