Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 36
36
ólíkar og misvísandi tilfinningar hjá manni sjálfum, hvað þá hjá ólíkum einstaklingum
(Harris, 1989, bls. 109–125). Hugsum okkur nemanda sem dáir kennara sinn en finnst
jafnframt að kennarinn taki aðra nemendur fram yfir hann að ósekju. Hjá nemandan-
um takast á aðdáun og afbrýðisemi. Lausn aristótelesar væri ekki sú að skipa nem-
andanum að vinna bug á togstreitunni eingöngu til þess að vinna bug á henni heldur
að reyna að komast að sannleikanum um það hvort kennarinn hafi beitt mismunun af
ásetningi og laga tilfinningarnar svo eftir því.
Höfundar L draga taum Golemans þegar þeir ræða af kappi um þýðingu þess að
leysa ágreining. Sveigjanleiki í samskiptum og þolinmæði hafa þar afgerandi merk-
ingu, að þeirra sögn, og sjaldan veldur einn þá tveir deila. „Málamiðlun er einn megin-
kjarninn í góðum samskiptum“ (L, bls. 11, 95–98 og 116–117). allt er þetta satt og rétt.
En mikið hefði verið gaman ef höfundarnir hefðu einnig bent á að stundum veldur
einn þegar tveir deila, stundum er ein tilfinning rétt og önnur röng – og að þótt mann-
kostur geti verið að brjóta odd af oflæti sínu þá verði að gæta þess að það sé ekki gert
með þeim hætti að ekkert standi eftir nema oddbrotið geðleysið.
h) Lokamark tilfinningaþroska. Hvernig er best að lýsa tilfinningum hins tilfinninga-
greinda manns? Áhersla Golemans á sættir og málamiðlun ólíkra tilfinninga ber hann
að lokum inn á vog kyrrðar og rósemi: Lokamarkið er stóísk spekt huga sem ekki lætur
stjórnast af sviptivindum tilverunnar. Þetta er enn skýrara í síðari ritum Golemans þar
sem hann daðrar jafnvel við hina búddísku hugsjón um gaumgæfa íhugun og útþurrk-
un bráðra geðshræringa (t.d. 1997, bls. 40). Tilfinningadygðir aristótelesar eru vissu-
lega gullinn meðalvegur milli tvennra öfga, of og van, en meðalvegurinn einkennist
ekki endilega af friði og spekt heldur miklu fremur og oftar af tilfinningalegri virkni
og þrótti. Sá sem haldinn er réttmætri reiði eða fullur hluttekningar er til dæmis ekki
látbrigðalaus og spaklátur heldur kvikur og viljugur til dáðríkra athafna.
Höfundar L mega eiga það að jafnvægiskenning þeirra liggur nær aristótelesi en
Goleman. „Til lítils er að gera áætlanir og setja markmið án þess að aðhafast neitt“
(L, bls. 76). Á L má þannig skilja að marklaust sé að öðlast tilfinningagreind ef maður
nýtir hana ekki til að hrinda verðugum verkefnum í framkvæmd. Mér dettur í hug að
höfundar L búi þarna að reynslunni sem sumir þeirra hafa af því að stappa stálinu í
íþróttamenn. Naumast þætti góð latína á þeim vígstöðvum að hvetja keppnisfólk til
að öðlast tilfinningagreind svo að það geti í framhaldinu setið auðum höndum og
gaumgæft sjálft sig. Hér er enn eitt dæmi um það að höfundar L draga ekki alltaf taum
Golemans gagnrýnislaust. Þeir hefðu betur sýnt honum enn minni hollustu.
áréttinGar OG lOKaOrÐ
Ég vona að lesendur skilji nú hvað ég átti við með því að tilfinningagreindina skorti
siðferðilega dýpt og að sem undirstaða lífsleikni hrökkvi hún of skammt.
Hyggjum að lokum að þrenns konar andmælum sem hugsanlega yrðu sett fram
gegn málflutningi mínum. Hin fyrstu væru þau að ég hafi hér hengt bakara fyrir smið;
tilfinningagreind hafi aldrei verið ætlað að byggja upp siðferðilegan styrk heldur ein-
göngu sálrænan og það sé því naglaskapur að áfellast hana fyrir að fullnægja ekki
L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD