Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 85
8
róSa KriStín JúlíuSDóttir
Hlutverk myndsköpunar í daglegu lífi
ungmenna
Í þessari grein er dregin upp mynd af því viðfangsefni sem ég beindi sjónum að í meistaraprófs
ritgerð minni . Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á hlutverki myndsköpunar
í lífi ungs fólks en jafnframt hvernig frásögn þess af eigin myndverkum kann að hafa áhrif
á mótun sjálfsmyndar . Rannsóknin byggist á þeirri hugmynd að hlutverk myndsköpunar í
daglegu lífi ungmenna sé þýðingarmikill þáttur í mótun sjálfsmyndar . Tveir hópar unglinga
á aldrinum þrettán til sautján ára tóku þátt í rannsókninni; ellefu stúlkur og níu piltar . Nem
endur komu í opin einstaklingsviðtöl og höfðu með sér eigin myndverk, eitt eða fleiri, sem höfðu
sérstaka þýðingu í huga þeirra . Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að myndsköpun
er gefandi í daglegu lífi ungmennanna á margan hátt og að kjarna þýðingar hennar er að finna
í hinu listræna sköpunarferli . Skýringar nemenda á eigin myndverkum styðja þá kenningu að
frásagnarsjálf (e . narrative identity) skapi í raun eigin lífssögu gegnum munnlega frásögn .1
Á síðustu áratugum tuttugustu aldar átti sér stað ákveðin endurskoðun á þróun mynd-
vits og á hlutverki myndlistakennslu. Lars Lindström (2000) segir að menningar- og
félagslegar nálganir hafi lagt grunn að nýrri sýn á listrænan þroska jafnt á Norðurlönd-
unum og ýmsum öðrum stöðum í veröldinni. Myndlistakennsla hefur einnig tekið
ákveðnum breytingum á íslandi, sérstaklega með komu nýrrar aðalnámskrár árið
1999. Áherslubreytingar í námskrá myndlistakennslu byggjast á þeirri staðreynd að
í upplýsingasamfélagi hafa nemendur aðgang að ofgnótt þekkingarbrota og skólum
ber að gefa nemendunum forsendur til að raða þeim brotum saman í merkingarbæra
heild. Þessar breytingar fela einkum í sér meira jafnvægi milli sköpunar, túlkunar
og tjáningar annars vegar og skynjunar, greiningar og mats hins vegar (Menntamála-
ráðuneytið, 1999). Umræður um þessar breytingar hafa átt sér stað í einhverjum mæli
meðal myndlistakennara en rannsóknir í myndlistakennslu eru þó enn af skornum
skammti og óhætt að fullyrða að efla þurfi þann þátt.
Uppeldi og menntun
1. árgangur 1. hefti, 2006
1 Leiðsögukennarar í M.Ed. verkefni höfundar, sem lauk námi frá Háskólanum á akureyri árið 2003,
voru Dr. Marjatta Saarnivaara við háskólann í Jyväskylä í Finnlandi og Dr. Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson deildarforseti kennaradeildar Háskólans á akureyri.