Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 21

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 21
21 skurða á um gagnsemi þeirra sjálfsmatsnálgana sem hér voru lagðar til verður líka að skoða að hve miklu leyti var farið eftir þeim atriðum sem kenningarnar byggjast á. Þarna var nokkur munur milli skóla. Framhaldsskólarnir (C og D) fengu báðir styrk til starfsins og gátu teflt fram nokkuð stórri sveit starfsfólks sem var áhugasamt um matið. Það skipti með sér verkum og dreifði valdi nokkuð jafnt sín á milli. í þessum hópi fóru fram miklar umræður og niðurstöður voru gaumgæfðar vandlega. Þar var því bæði fylgt valdeflingu og rök- ræðulýðræði. Grunnskólarnir (a og B) höfðu ekki sótt um styrk til sjálfsmatsstarfsins og höfðu því færra fólki á að skipa til starfsins. Þetta háði til dæmis grunnskóla a veru- lega, þar sem aðeins tveir kennarar tóku að sér starfið og annar hætti meðan á því stóð. Þarna er stoðunum mjög greinilega kippt undan rökræðulýðræðinu í miðjum klíðum. Þrátt fyrir þetta tókst skólanum að vinna mjög metnaðarfullt matsverkefni, en fram- hald þess starfs er algerlega í óvissu. aðferðarheldni grunnskóla B var einnig nokkuð völt, a.m.k. á vissum tímabilum í ferlinu. Þar er þó unnið gott starf að sjálfsmati, en á öðrum forsendum en hér var lagt upp með, a.m.k. að einhverju leyti. Þessi munur á aðferðarheldni milli skóla endurspeglast í niðurstöðunum. Ef borið er saman hvaða skólar taka mestum framförum milli ára er ljóst að framhaldsskól- arnir tveir hafa vinninginn fram yfir grunnskólana og að grunnskóli a dregst aftur úr hinum. Þar verður þó að taka tillit til þess að aðrar breytingar urðu þá á skólastarfinu sem gátu valdið vanda meðan þær gengu yfir. Oft er sársaukafullt að skipta um stjórn- endur og það tekur nýjan stjórnanda stundum einhvern tíma að ná samheldni meðal starfsfólks á nýjan leik. Þessar niðurstöður benda þó eindregið til þess að aðferðirnar sem lagt var upp með dugi til að auka ánægju starfsfólks og tilfinningu þess fyrir því að skólinn hvetji það og styðji. Hér voru ekki tök á að nota tilraun eða hálftilraun til að bera saman hvernig aðferð- irnar skiluðu árangri. Sú rannsóknaraðferð sem notuð var, margar langtímaaðferðir í takt við það sem Chatterji (2004) setti fram, skilaði þó því að hægt er að draga álykt- anir um árangur aðferðarinnar út frá því mynstri sem fram kom. Þær aðferðir sem notaðar voru vörpuðu ljósi á ferlin sem lágu að baki tölfræðilegum samanburði á milli skólanna. Þar kom greinilega fram að því betur sem skólarnir héldu sig við aðferð- ir valdeflingar og rökræðulýðræðis, þeim mun meiri ánægja varð meðal kennara og þeim mun faglegar fannst þeim að skólastarfinu staðið. Þótt tilraunir hafi verið mikið lofaðar sem besta aðferðin til að meta ólíkar aðferðir í skólastarfi hefði tilraun ekki get- ið dregið fram það sem lá að baki árangri í þeim skólum sem hér voru skoðaðir. Stig Fullans (2001) áttu öll við í þessari könnun. Rannsakendurnir hjálpuðu til við upphafsvinnuna við matsátakið og hjálpuðu kennurum og skólastjórnendum að vinna sig í gegnum framtíðarsýn í matinu með því að finna viðeigandi matsspurning- ar og gera síðan áætlanir um að safna gögnum til að svara þeim. Rannsakendurnir hittu síðan starfsfólkið eftir að búið var að hrinda matsverkefninu í framkvæmd til að hjálpa til við að ákveða meðferð gagnanna. Þrír skólanna (B, C og D) eru allir komnir á það stig að geta unnið sjálfstætt að matinu eftir þriðju umferð gagnaöflunar, þannig að sjálfsmat verði eðlilegur hluti starfsins. Fullan (2001) segir að mat sé nauðsynlegur þáttur allra breytinga svo að hægt sé að byggja framtíðaráætlanir á hlutlægum gögn- SIGURLÍnA DAVÍÐSDÓTTIR, PEnELoPE L ISI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.