Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 37
37 kröfum sem henni hafi ekki verið settar. Svarið við þessu er tvíþætt. í fyrsta lagi er það rangt að ekki megi gera slíka kröfu á hendur tilfinningagreindinni. Þegar tilfinn- ingagreind og ræktun hennar eru gerð að sjálfri uppistöðunni í námsgrein, svo sem lífsleikninni íslensku, sem meðal annars er ætlað að byggja upp siðvit, virðingu og réttlætiskennd, er það varla ósanngjörn krafa að skýrt sé hvernig tilfinningagreindin sinni þessum siðferðilegu markmiðum. í öðru lagi fer því svo fjarri að talsmenn til- finningagreindar hafi aldrei ætlað henni að byggja upp siðferðilegan styrk að þessu er í raun þveröfugt farið. Upphafsrit Golemans er þannig gegnsósa af siðferðilegum markmiðum. Handan tilfinningagreindar, segir hann, gnæfa siðferðileg úrlausnarefni sem aukin tilfinningaleg færni getur hjálpað okkur að leysa; enda fjölgar sífellt sönn- unum fyrir því að siðferðileg grunnafstaða okkar til lífsins eigi rót í tilfinningalegum þáttum (1995, bls. xii). Lausnarorð Golemans um samband tilfinninga og siðferðis er samkennd (e. empathy). „Sjálfsvísindi“ tilfinningagreindar leiða til tilfinningarinnar samkenndar og sam- kennd elur af sér umhyggju, fórnfýsi og hluttekningu. Goleman skilur hér samkennd sem hæfileikann til að setja sig í annarra spor og skynja líðan þeirra (1995, bls. xii, 96–99, 104–106 og 285). Það sem Goleman yfirsést hrapallega er að samkennd er ekki einu sinni tilfinning, hvað þá endilega siðleg tilfinning. Samkennd er ákveðin sálræn færni til að skipta um sjónarhorn, frá „mér“ til „hans“ eða „hennar“. Þessi færni er að vísu forsenda siðlegra tilfinninga, svo sem hluttekningar, en hún er líka forsenda ósið- legra tilfinninga á borð við meinfýsi: Maður getur ekki hlakkað yfir óverðskulduðum óförum annarra nema geta fyrst sett sig í spor þeirra til að vita hvernig þeim líður (og svo glaðst yfir því hvað þeim líður illa). Jafnvel þótt það stæði heima að tilfinninga- greind leiddi af sér hæfnina til samkenndar haggaði það því engu um þá niðurstöðu að tilfinningagreindina skorti, sem slíka, siðferðilega dýpt. Mergurinn málsins þar er sá að Goleman setur engin skilyrði um siðl­eg­t­ innt­ak tilfinninga hins tilfinningagreinda manns. Á höfundum L er að skilja í upphafi að tilfinningagreindarhugmyndin verði tengd siðferðilegum markmiðum svo sem manngildi og réttlætiskennd, eins og námskráin kveður á um (L, bls. 8). Þeir fylgja og Goleman í að gera samkennd hér að lykilhugtaki sínu. En í L er „samkennd“ skilgreind mun víðar en viðtekið er, þannig að hún nær ekki aðeins yfir hæfileikann til að setja sig í annarra spor heldur líka dygðir á borð við samúð, umburðarlyndi, hjálpsemi og óeigingirni (L, bls. 94). Þessar dygðir eru að sönnu verðug markmið lífsleiknikennslu en allsendis er óljóst í L hvernig þær teng- ist samkennd, hvernig þær spretti nauðsynlega af tilfinningagreind og hvernig megi rækta þær á kerfisbundinn hátt, sérstaklega í ljósi þess að bannað er að „leiðrétta“ skoðanir nemandans og sjálfsímynd hans – að því er virðist óháð siðferðilegu inntaki – „verður al­drei of g­óð“ (sjá d) og f) í síðasta hluta). Önnur andmælin gegn máli mínu væru þau að félagsþroska- og tilfinninganám snúist ekki einvörðungu um hugmyndina um tilfinningagreind; yfirleitt sé gert ráð fyrir að innan vébanda slíks náms fari líka fram dygðakennsla. Þetta er rétt að vissu marki. í útbreiddustu handbókinni um félagsþroska- og tilfinninganám vestanhafs er í upphafi vitnað bæði í skapgerðarmótandann Lickona og tilfinningagreindar- KRISTJÁn KRISTJÁnSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.