Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 57
7 hann átti þar sem hægt var að teikna þrívíddarmyndir og snúa þeim og spegla á ýmsa vegu. Næsta vetur tók ég aftur við byrjendum í skóla. Það tók mig talsvert langan tíma að kynnast þeim og átta mig á þroska hvers og eins. Þá kom þekking mín á rannsóknun- um í Wisconsin á skilningi barna á tölum og reikniaðgerðum mér að góðum notum. Ég notfærði mér hana til að semja verkefni sem hjálpuðu mér að greina þekkingu þeirra og skilning. Það kom mér á óvart hve flókin verkefni margir nemendur mínir voru færir um að leysa. Ég áttaði mig líka á því að ég hafði ekki alltaf skilið nemend- ur mína þegar þeir notuðu flóknar skýringar við að segja frá hvernig þeir reiknuðu dæmi. Ég lærði að treysta því að nemendur gætu útskýrt hver fyrir öðrum. Ég reyndi að velja viðfangsefni sem voru nemendum kunnugleg, voru ýmist um sameiginlega reynslu okkar eða eitthvað sem tengdist áhugasviði þeirra. Um haustið las ég fyrir börnin sögu um Madditt. Þá samdi ég nokkrar þrautir sem tengdust efni hennar. Ég byrjaði á einfaldri þraut sem flestir voru fljótir að leysa, en hafði jafnframt tilbúna eina flókna þraut. Nokkrir nemenda minna voru fljótir að leysa báðar þrautirnar svo ég brást við og samdi enn flóknari þraut og skrifaði hana á töfl- una. Madditt átti nokkra liti. Mamma gaf henni 10 liti svo nú á hún 23 liti. Hvað átti Madditt marga liti áður en hún fékk litina frá mömmu sinni? Sigrún rétti strax upp höndina og hvíslaði að mér að Madditt hefði átt 13 liti. Þegar ég spurði hana hvernig hún vissi það sagði hún: „10 plús 10 eru 20 og þetta eru bara þrír í viðbót“. v­ið hliðina á Sigrúnu sat Birta. Hún náði sér í einfestukubba og taldi fyrst 10 kubba og festi þá saman í lengju. Næst taldi hún 23 kubba, festi þá saman í lengju, bætti henni við lengjuna með 10 kubbunum og taldi svo alla kubbana í lengj- unni. Hún sagði mér stolt að Maddit hefði átt 33 liti. v­ið lásum þrautina saman og ég spurði hana hvað Madditt ætti marga liti. Hún svaraði að þeir væru 23. „Hvað átti hún þá marga liti áður en hún fékk 10 liti frá mömmu sinni“ spurði ég. „Hún átti 33. 10 plús 23 eru 33,“ svaraði Birta og sýndi mér aftur lengjuna með kubbunum 33. v­ið ræddum saman um þrautina nokkra stund en ég fann fljótt að Birta var svo upptekin af því að það ætti að leggja tölurnar saman og var í raun ánægð með að hafa geta lagt saman svona háar tölur að mér tókst ekki að fá hana til að rannsaka um hvað verkefn- ið snerist. Ég spurði hvort hún og Sigrún gætu skoðað verkefnið saman. Stuttu seinna sagði Birta mér að nú skildi hún dæmið. Madditt hefði átt 13 liti. Hún sýndi mér nú tvær kubbalengjur, aðra með 10 kubbum og hina með 23. Hún lagði þær hlið við hlið og taldi mismuninn. Hafþór leysti þetta verkefni líka. Hann teiknaði fyrst 10 strik á blað og bætti svo við strikum með öðrum lit þangað til hann var kominn upp í 23. Þá taldi hann strikin sem hann bætti við og fékk út svarið 13. anna leysti verkefnið á sama hátt en notaði kubba. Hún taldi fyrst 10 kubba og festi þá saman. Hún bætti svo við kubbum í öðrum lit þar til hún var komin upp í 23 og taldi svo kubbana sem hún bætti við. Þó svo að margir nemendur mínir gætu reiknað svo flókin dæmi, þá voru líka margir sem höfðu afar JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.