Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 101
101
verið og er ennþá jaðargrein í námskrám en það á eflaust rætur sínar í áherslumun á
„að vinna með höfðinu“ og „að vinna með höndunum“ og má rekja allt aftur til Platós
sem gerði greinarmun á þessu tvennu (sjá Eisner, 1997). Ungmennin í rannsókninni
sem hér hefur verið skýrt frá sögðu það einkennandi fyrir myndsköpun „að vinna
bæði með höfðinu og höndunum“ og fannst það afar gefandi. Líkt og Eisner (1997)
heldur fram er nauðsynlegt að hafa í huga að vinna í listum þroskar eigindlegar hliðar
greindar – að sköpun og reynsla í myndlistum, jafnt sem öðrum listgreinum, krefst
hugsunar. Nemendur skilja þetta og kennurum og öðrum sem láta sig menntamál
varða ber að hlusta á þá.
Rannsóknin leiddi í ljós að sama viðfangsefni gefur nemendum ótal túlkunarmögu-
leika sem rennir stoðum undir það að sjónræn form geti tjáð hluti sem ekki verða
sagðir með orðum. að túlka verk sín með orðum gefur nemendum færi á að upplifa
reynslu sína í nýju ljósi og skapa nýja merkingu (öðlast annarskonar skilning). Á orð-
um ungmennanna í rannsókninni má skilja að þeir meti það mikils að fá tækifæri til
að tala um myndverk sín; að deila ígrundun sinni með öðrum virðist vera mikilvægur
þáttur í mótun sjálfsins. Myndlistakennarar ættu að hafa í huga að myndlistakennsla
getur, og á að bjóða fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að auka sjálfsskilning og
þekkingu. Leið til þess er að segja munnlegar sögur af sjónrænum frásögnum.
HEiMilDir
arnheim, R. (1974 [1954]). Art and visual perception. Berkeley, Cal: University of Cali-
fornia Press.
Bruner, J. (1990). Acts of meaning. Cambridge, Ma: Harvard University Press.
Bruner, J. (1996). The culture of education. Cambridge, Ma: Harvard University Press.
Dobbs, S. M. (1998). Learning in and trough art: A guide to discipline based art education.
Los angeles: The Cetty Education Institute for the arts.
Eisner, E. W. (1997). Educating artistic vision. Reston, va: The National art Education
association.
Eisner, E. W. (1998). The enlightened eye: Qualitative inquiry and the enhancement of ed
ucational practice. Upper Saddle River, N.J: Prentice Hall.
Eisner, E. W. (2002). The arts and the creation of mind. New Haven: Yale University
Press.
Fornäs, J. (1995). Cultural theory and late modernity. London: Sage Publications.
Janesick, v. (1998). “Stretching” exercises for qualitative researchers. Thousand Oaks, Ca:
Sage Publication.
Kristín aðalsteinsdóttir (2002). Samskipti, kennsluhættir og viðmót kennara í fámenn-
um skólum. Uppeldi og Menntun: Tímarit Kennaraháskóla Íslands, 11, 101–120.
Lindström, L. (2000). Introduction. í L. Lindström (Ritstj.), The Cultural Context (bls.
9–18). Stockholm: Stockholm Institute of Education Press.
Magnusson, M. (1987). Iceland saga. London: Bodley Head.
Menntamálaráðuneytið (1999). Aðalnámskrá grunnskóla: Listgreinar. Reykjavík: Mennta-
málaráðuneytið.
RÓSA K R I S T Í n J ú L Í US D ÓT T I R