Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 115

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 115
11 hafa jafngilda undirstöðumenntun skuli eiga kost á að hefja nám í framhaldsskóla heldur eru lögfestar nýjungar sem til þess eru ætlaðar að mæta námsþörfum mun fleiri nemenda. Mikilvægustu nýjungarnar eru almenn námsbraut og starfsbraut eða sérdeild fyrir fatlaða svo og styttri starfsnámsbrautir. almenna námsbrautin er ætluð þeim sem óákveðnir eru eða hafa ekki nægilega undirstöðu til að hefja nám á öðrum brautum. Hún gefur skólunum svigrúm til að búa til nám við hæfi stórs hóps ung- menna. Starfsbraut eða sérdeild fyrir fatlaða opnar leið til framhaldsskólanáms fyrir þroskahamlaða nemendur. Fyrst var um tveggja ára nám að ræða en strax 2001 var ákveðið að brautirnar byðu fjögurra ára nám. Skólum er falin frumkvöðlastarfsemi í ýmsum þáttum skólastarfs, t.d. er skólunum falið að skipuleggja almenna námsbraut og þeim er heimilt að stofna nýjar starfsnámsbrautir í samráði við menntamálaráðu- neytið. í námskrám sem fylgdu í kjölfar laganna er skilgreind ný námsgrein, lífsleikni, og einstökum skólum falið að skipuleggja nám í henni (Menntamálaráðuneytið, 2004). Með lagasetningunni var stigið stórt skref í þá átt að auðvelda framhaldsskólum að mæta þörfum allra ungmenna. Námskrár sem samdar voru í kjölfar laganna áréttuðu þessa stefnu og útfærðu hana. Samin var námskrá fyrir sérdeildir sem lagði áherslu á einstaklingsbundið nám; í íslensku voru skilgreindir sérstakir áfangar (íslenska sem annað tungumál) fyrir nemendur af erlendum uppruna sem ekki höfðu nægilega undirstöðu í íslensku og skólum var gefið svigrúm til að skipuleggja almenna braut þannig að hún væri raunverulegur kostur fyrir þá sem væru óákveðnir eða hefðu ekki forsendur til að stunda nám á öðrum brautum. Nú stefna menntamálayfirvöld að styttingu náms til stúdentsprófs og enn er í gangi viðamikil vinna að breytingum á námskrám. Styttingin mun að öllum líkindum gera framhaldsskólann enn opnari fyrir öllum nemendahópnum en um það verður ekki rætt hér. Lög og námskrár setja rammann en skólastarfið sjálft er ævinlega háð viðhorfum og áherslum sem ríkja í skólunum sjálfum. Innritun er á ábyrgð skólameistara og þróun skólastarfsins fer fram meðal fagfólks undir stjórn skólameistara og þar á skólanefnd einnig stóran hlut að máli. Ef stjórnendur skólans hafa þá hugsjón að leiðarljósi að hann eigi að vera opinn öllum nemendum og mæta þörfum þeirra mun hann þróast í þá átt. Skólinn miðar þá starfsemi sína við alla nemendur og byggir námsframboð upp í samræmi við það. í slíkum skóla er almenna námsbrautin skipulögð með marg- víslegar þarfir í huga og leitast við að taka mið af umhverfi sínu. Unnið er að því að þróa nýjar starfsnámsbrautir sem henta nemendahópnum og atvinnulífi á hverjum stað. í slíkum skóla er einnig í boði nám og aðstaða fyrir fatlaða nemendur og skólinn tekur tillit til námserfiðleika einstakra nemenda, hvort sem þeir eiga rætur að rekja til félagslegra þátta, veikinda eða hamlana af einhverju tagi. Einnig er tekið á málum þeirra sem eiga í erfiðleikum með nám vegna skorts á íslenskukunnáttu. allt skóla- starfið miðar að því að mæta þörfum hins breiða hóps með stuðningi af ýmsu tagi og hamla gegn brottfalli. Skólar sem starfa með þetta að leiðarljósi skapa skólamenningu í samræmi við það og hvorki heimafólk né gestir velkjast í vafa um hvert stefnt er. Skólar geta einnig einskorðað starfsemina við ákveðinn getuhóp. Ef aðsókn er góð og skólinn hefur ekki skyldur við umhverfi sitt getur hann valið nemendur inn. Oftast EYGLÓ EY JÓLFSDÓTT I R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.