Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 16
HVAÐ BREYT IST Í SKÓLUM ÞEGAR S JÁ LFSMAT ER GERT?
16
notað við sjálfsmatið, hvaða niðurstöður höfðu fengist og hvernig unnið hafði verið
með þær. Þetta varpaði ljósi á aðferðarheldni skólanna, að hve miklu leyti farið hafði
verið eftir lýðræðislegri umræðunálgun í hverjum skóla fyrir sig.
niÐUrstÖÐUr
Það sem gerst hafði á vettvangi milli ára
Á síðari stigum gagnaöflunarinnar höfðu ákveðnar breytingar verið gerðar í öllum
skólunum, eins og lýst verður hér á eftir:
í grunnskóla a hafði skólastjórinn, sem hafði verið mjög áhugasamur í upphafi,
hætt störfum og flutt sig yfir í annan skóla. aðeins tveir kennarar höfðu tekið
þátt í matsvinnunni. Þeir höfðu gert hetjulegt átak í að meta kennsluaðferðir í
lestrarkennslu á miðstigi. annar þessara kennara hafði í lok vinnunnar fengið
vinnu sem aðstoðarskólastjóri í öðrum skóla svo að þá var aðeins eftir einn kenn-
ari til að ljúka gagnaöflun, greina gögnin og skrifa skýrsluna. Nýr skólastjóri tók
ákvörðun um að vinna nú að skólanámskrá í stað mats. Skóli a hefur því dregið
sig út úr samstarfinu.
í grunnskóla B var fólk ekki visst um að það vildi halda áfram með þá nálgun
sem hér er lýst. Skólinn hafði orðið sér úti um tæki til að safna miklu magni af
gögnum og starfsfólkið íhugaði að nota það, taldi það heppilegri leið til að meta
skólastarfið. Með þetta tæki var unnið um hríð. Niðurstaðan varð loks sú að
þetta yrði líklega of mikið af gögnum sem svöruðu samt ekki þeim spurningum
sem þurfti að svara fyrir þennan skóla sérstaklega svo að um nokkurn tíma var
snúið aftur að nálguninni sem hinir skólarnir þrír voru að nota. í þessum skóla er
safnað miklu af gögnum og að minnsta kosti eitthvað af þeim kemur inn á borð
kennara til umræðu, en ekki er ljóst hvort skólinn starfar að öllu leyti samkvæmt
þeirri nálgun sem hér er lýst. Hann hefur einnig dregið sig út úr samstarfinu.
Framhaldsskóli C hafði látið fara fram kennslumat nemenda og skýrsla hafði
verið skrifuð. Kennarar í hverju námskeiði höfðu metið eigið námskeið og einnig
höfðu deildirnar skrifað sameiginlega skýrslu um fyrirfram ákveðin atriði. Skóla-
stjórnendur (aðallega einn deildarstjóranna) greindu skýrslurnar og síðan var
ein skýrsla skrifuð um alla gagnaöflunina. Margir kennarar höfðu tekið þátt í
matsvinnunni, en á síðustu stigunum virtist mesta vinnan leggjast á þennan
deildarstjóra.
Framhaldsskóli D notaði líka kennslumat nemenda, gert á vefnum. Þarna voru
gögnin greind fyrir hverja deild fyrir sig, ásamt heildargreiningu fyrir allan skól-
ann. Síðan var samin stutt skýrsla til að senda deildunum ásamt gögnum sem
tengdust þeim sérstaklega og heildargreiningunni sem þær skyldu ræða í sínum
hópi. Minni verkefni hafa síðar verið gerð í deildunum og ýmsir þættir skóla-
starfsins metnir sérstaklega.
Þrír skólanna eru nú á þriðja stigi matsátaksins, að gera áætlanir um að matið nái yfir
•
•
•
•