Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 55

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 55
 Seinna kom ég með tólfflötung inn í skólastofuna og við rannsökuðum hann og ræddum hvers vegna framleiðendur fótbolta velja að raða saman bæði fimm- og sex- hyrningum í stað þess að nota einungis fimmhyrninga. Nemendur áttuðu sig fljótt á því að yfirborð fótboltans verður miklu ávalara með því að nota bæði formin en ef eingöngu eru notaðir fimmhyrningar. Þessi rannsókn varð til þess að við ákváðum að búa til páskakörfu úr fimmhyrningum. Karfan var búin til úr sex fimmhyrningum sem saman mynduðu hálfan tólfflötung. Áhugi nemenda á marghyrningum og einkennum þeirra leiddi til þess að ég ákvað að gefa þeim tækifæri til að rannsaka þá nánar. Ég lagði fyrir þá verkefni þar sem tveir og tveir unnu saman. Þeir höfðu aðgang að pappaformum sem voru reglulegir marg- hyrningar að lögun og voru hliðar allra þeirra jafn langar. Þar var að finna reglulega þrí-, fer- fimm-, sex- átt- og tólfhyrninga. Fyrirmælin sem nemendur fengu voru að þekja blað í stærðinni a3 með því að nota eina eða tvær gerðir af pappaformum. Þegar þeir hefðu lokið við að þekja blaðið væri þeim svo frjálst að lita það og skreyta eins og þeir vildu. v­ið höfðum rætt talsvert um hornastærðir en ekki mælt horn. Nemendur höfðu þó gert rannsóknir á því hvar rétt horn er að finna og einnig leitað eftir hvössum og gleiðum hornum. Með því að hvetja þá til að velja sjálfir hvort þeir vildu nota eina eða tvær gerðir af marghyrningum var ég að örva þá til að gera nánari rannsóknir á eiginleikum marghyrninganna. Það var gaman að fylgjast með hópnum því öll pörin byrjuðu á að skoða öll pappaformin og rannsaka þau áður en þau hófust handa um að strika kringum form- in til að þekja blaðið sitt. Birna og Gyða völdu sér þríhyrning og ferning. Þær byrjuðu á að raða þeim hlið við hlið, þríhyrningi og ferningi til skiptis. Þær sáu að þá mynd- aðist bogi sem að lokum tengdist saman í hring. Inni í hringnum myndaðist sexhyrn- ingur sem þær fylltu með þríhyrningum. Stígur og Leifur völdu tólfhyrninga. Þeir sáu fljótt að það myndaðist þríhyrningur milli þeirra og notuðu því líka þríhyrning. Þeim fannst flöturinn sem tólfhyrningurinn þakti svo stór að þeir ákváðu að raða þrí- hyrningum inn í hann til að reyna að fylla hann. Þeir voru ekki mjög nákvæmir við teikninguna og fljótlega lentu þeir í vandræðum með að fylla flötinn. Ég benti þeim á að skoða mynstrið sem myndaðist inni í tólfhyrningnum og spurði þá hvort þeir gætu nýtt sér eitthvert annað form til þess að hjálpa sér við teikninguna. Þeir skildu ekki hvað ég var að fara svo ég benti þeim á að ná sér í ferning og nýta hann til að hjálpa sér við að fylla tólfhyrninginn. Þeir voru fljótir að laga myndina sína þegar þeir sáu hvernig þríhyrningarnir og ferningarnir röðuðust saman og fylltu tólfhyrninginn. Nemendur kynntu verkefni sín fyrir bekkjarfélögunum við lok þess. v­ið kynning- una kom greinilega í ljós hver skilningur þeirra var á verkefninu og flestir notuðu hugtök stærðfræðinnar þegar þeir útskýrðu val sitt á marghyrningum. Þeir lýstu því hvernig þeir höfðu prófað að raða ólíkum marghyrningum, hvaða vandamál komu upp og hvernig þeir höfðu að lokum valið að þekja blað sitt. Það var líka gaman að heyra um rökstuðning þeirra fyrir litavali og hvernig þeir nýttu liti til að kalla fram mynstur og draga fram einkenni marghyrninganna sem þeir höfðu valið. Þegar Stíg- ur og Leifur kynntu sína mynd sögðu þeir frá þeim vanda sem þeir lentu í og að kennarinn hefði gefið þeim leyfi til að nota þrjú form til að geta lokið við að fylla tólf- JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.