Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 73
73
Tafla 2. Fylgnifylki
1 2 3 4 5 6 7
1. Fjölskyldustöðugleiki ——
2. Háskólamenntun foreldra –0,34** ——
3. Búsetuóstöðugleiki –0,48** 0,13 ——
4. Höfuðborgarsvæðið –0,44** 0,69** 0,22 ——
5. atvinnuleysi foreldra –0,27* 0,06 0,38** 0,10 ——
6. Félagsleg tengslanet 0,52** –0,62** –0,29* –0,71** –0,22 ——
7. afbrotaatferli –0,48** 0,10 0,46** 0,14 0,41** –0,36** ——
8. Fíkniefnaneysla –0,51** 0,25* 0,30* 0,36** 0,35** –0,49** 0,62**
Skýring: Taflan sýnir Pearson-fylgni milli allra breyta (zero-order correlation matrix).
* p < 0,05; ** p < 0,01 (Tvíhliðapróf)
athygli vekur að verulegur munur er á félagsgerð skólahverfa eftir því hvort þau eru
á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess. Bæði fjölskyldustöðugleiki og háskólamenntun
foreldra er að jafnaði mun minni í skólahverfum á höfuðborgarsvæðinu en í skóla-
hverfum utan þess. Ennfremur eru félagsleg tengslanet mun gisnari að jafnaði í skóla-
hverfum á höfuðborgarsvæðinu en í skólahverfum utan þess, eins og við mátti búast
(Krohn, 1986). Loks kemur fram að fíkniefnaneysla unglinga er að jafnaði marktækt
meiri í skólahverfum á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Svo sterk tengsl á milli félagsgerðar og staðsetningar skólahverfa innan eða utan
höfuðborgarsvæðis skapa hættu á villandi niðurstöðum. Til að mynda vekur það at-
hygli að félagsleg tengslanet meðal foreldra eru mun veikari eftir því sem hlutfallslega
fleiri foreldar í skólahverfinu hafa háskólamenntun (–0,62). En varast ber að álykta
sem svo að menntun foreldra hafi svo sterkt, neikvætt samband við tengslanet. Sam-
bandið endurspeglar að miklu leyti þá staðreynd að búseta hefur sterk tengsl bæði við
háskólamenntun og félagslegt tengslanet. Hlutfylgnin (e. partial correlation) fyrir sam-
band menntunar foreldra og félagslegs tengslanets, þegar því er haldið föstu hvort
skólahverfin eru á höfuðborgarsvæðinu eða ekki, er mun veikari en upprunaleg fylgni
þessara þátta (hlutfylgni = –0,23; ekki birt í töflu).
Á sama hátt gæti einföld fylgnigreining af því tagi sem birt er í töflu 2 ofmetið (eða
vanmetið) fylgnisambönd félagsgerðarþátta og frávikshegðunar vegna sambands
þessara þátta við búsetu og aðra þætti. Til þess að ganga úr skugga um að svo sé ekki
höfum við reiknað hlutfylgnistuðla fyrir sambönd frávikshegðunar og félagsgerðar-
einkenna sem marktæka fylgni hafa við frávikshegðun í töflu 2, að teknu tilliti til þess
hvort skólahverfi tilheyri höfuðborgarsvæðinu eða ekki og að teknu tilliti til hlutfalls-
legs fjölda stúlkna í skólahverfunum. Sjá má í töflu 3 að samband félagsgerðarþátta
við tíðni afbrotahegðunar breytist lítið við að stjórna búsetu og hlutfallslegum fjölda
stúlkna (enda hefur staðsetning skólahverfis á höfuðborgarsvæðinu veik tengsl við af-
brotahegðun). Á hinn bóginn veikjast fylgnisamböndin á milli félagsgerðareinkenna
og fíkniefnaneyslu nokkuð frá því í töflu 2. Niðurstöður eru þó efnislega hinar sömu
og áður – félagsgerðareinkenni skólahverfa hafa umtalsverð tengsl við fráviksatferli.
Eina undantekningin frá þessu er sú að sambandið á milli hlutfalls háskólamenntaðra
JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon