Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 73

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 73
73 Tafla 2. Fylg­nifylki 1 2 3 4 5 6 7 1. Fjölskyldustöðugleiki —— 2. Háskólamenntun foreldra –0,34** —— 3. Búsetuóstöðugleiki –0,48** 0,13 —— 4. Höfuðborgarsvæðið –0,44** 0,69** 0,22 —— 5. atvinnuleysi foreldra –0,27* 0,06 0,38** 0,10 —— 6. Félagsleg tengslanet 0,52** –0,62** –0,29* –0,71** –0,22 —— 7. afbrotaatferli –0,48** 0,10 0,46** 0,14 0,41** –0,36** —— 8. Fíkniefnaneysla –0,51** 0,25* 0,30* 0,36** 0,35** –0,49** 0,62** Skýring: Taflan sýnir Pearson-fylgni milli allra breyta (zero-order correlation matrix). * p < 0,05; ** p < 0,01 (Tvíhliðapróf) athygli vekur að verulegur munur er á félagsgerð skólahverfa eftir því hvort þau eru á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess. Bæði fjölskyldustöðugleiki og háskólamenntun foreldra er að jafnaði mun minni í skólahverfum á höfuðborgarsvæðinu en í skóla- hverfum utan þess. Ennfremur eru félagsleg tengslanet mun gisnari að jafnaði í skóla- hverfum á höfuðborgarsvæðinu en í skólahverfum utan þess, eins og við mátti búast (Krohn, 1986). Loks kemur fram að fíkniefnaneysla unglinga er að jafnaði marktækt meiri í skólahverfum á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Svo sterk tengsl á milli félagsgerðar og staðsetningar skólahverfa innan eða utan höfuðborgarsvæðis skapa hættu á villandi niðurstöðum. Til að mynda vekur það at- hygli að félagsleg tengslanet meðal foreldra eru mun veikari eftir því sem hlutfallslega fleiri foreldar í skólahverfinu hafa háskólamenntun (–0,62). En varast ber að álykta sem svo að menntun foreldra hafi svo sterkt, neikvætt samband við tengslanet. Sam- bandið endurspeglar að miklu leyti þá staðreynd að búseta hefur sterk tengsl bæði við háskólamenntun og félagslegt tengslanet. Hlutfylgnin (e. partial correlation) fyrir sam- band menntunar foreldra og félagslegs tengslanets, þegar því er haldið föstu hvort skólahverfin eru á höfuðborgarsvæðinu eða ekki, er mun veikari en upprunaleg fylgni þessara þátta (hlutfylgni = –0,23; ekki birt í töflu). Á sama hátt gæti einföld fylgnigreining af því tagi sem birt er í töflu 2 ofmetið (eða vanmetið) fylgnisambönd félagsgerðarþátta og frávikshegðunar vegna sambands þessara þátta við búsetu og aðra þætti. Til þess að ganga úr skugga um að svo sé ekki höfum við reiknað hlutfylgnistuðla fyrir sambönd frávikshegðunar og félagsgerðar- einkenna sem marktæka fylgni hafa við frávikshegðun í töflu 2, að teknu tilliti til þess hvort skólahverfi tilheyri höfuðborgarsvæðinu eða ekki og að teknu tilliti til hlutfalls- legs fjölda stúlkna í skólahverfunum. Sjá má í töflu 3 að samband félagsgerðarþátta við tíðni afbrotahegðunar breytist lítið við að stjórna búsetu og hlutfallslegum fjölda stúlkna (enda hefur staðsetning skólahverfis á höfuðborgarsvæðinu veik tengsl við af- brotahegðun). Á hinn bóginn veikjast fylgnisamböndin á milli félagsgerðareinkenna og fíkniefnaneyslu nokkuð frá því í töflu 2. Niðurstöður eru þó efnislega hinar sömu og áður – félagsgerðareinkenni skólahverfa hafa umtalsverð tengsl við fráviksatferli. Eina undantekningin frá þessu er sú að sambandið á milli hlutfalls háskólamenntaðra JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.