Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 53
3 og það hefur hjálpað mér til að greina samskiptin við nemendur mína á annan máta en ég gerði upphaflega. Bullough og Pinnegar (2001) ræða um það hvað geri rannsókn á eigin starfi að raunverulegri rannsókn. Þau leggja áherslu á að það skipti miklu máli hver rannsak- andinn er og að það sé ljóst þeim sem lesa um rannsóknina. Munurinn á því að skoða og ígrunda eigið starf og að gera á því rannsókn getur verið óljós. Þegar eigin reynsla er skoðuð er frásögnin um hana það sem lesandinn kynnist. Til þess að almennt við- urkenndar kenningar geti haft áhrif á kennslu þarf einstaklingurinn að gera þær að sínum og vinna meðvitað með skilning sinn á þeim. Lykilatriði er sambandið milli persónulegrar þróunar kennarans og skilnings hans á kenningunum og opinberrar umræðu um þær. Kennarinn þarf að geta rætt um skilning sinn við aðra og mátað hann við þau viðhorf sem aðrir hafa. Til þess að skýringar á persónulegum vandamál- um eða viðfangsefnum í kennslunni verði að raunverulegri rannsókn þarf að færa rök fyrir þeim og greina vandamálin og viðfangsefnin í tíma og rúmi. Þau leggja áherslu á að rannsakandinn geri grein fyrir eigin þróun og því ferli sem hefur átt sér stað. Jafn- framt þarf að felast í rannsókninni og lýsingunni á henni hvati fyrir þá sem myndu vilja vinna á þessu sviði. D­ÆM­isÖGUr úr KEnnslU Þegar ég byrjaði rannsóknina kenndi ég nemendum í 4. bekk. Þetta var fjórða árið sem ég kenndi þeim og þekkti þá því vel. allt frá því ég byrjaði að kenna þeim hafði ég verið að þreifa mig áfram með ákveðin vinnubrögð og reyna að bæta kennsluna. Eitt af því sem ég hafði reynt var að senda heim með nemendum verkefni sem byggðust á því að leita þurfti upplýsinga heima, rannsaka ákveðin fyrirbrigði og vinna úr þeim gögnum sem var aflað. Foreldrar voru hvattir til að taka þátt í rannsóknum barna sinna og ræða við þau um verkefnin. v­ið ræddum svo um rannsóknir þeirra í skólan- um og oft unnu nemendur verkefni þar sem þeir nýttu sér upplýsingar sem safnað hafði verið heima (Jónína v­ala Kristinsdóttir, 2001). Þegar nemendur sögðu frá rannsóknum sínum heima kom oft í ljós að þeir höfðu kafað mun dýpra í verkefnin en ég hafði reiknað með að þeir myndu ráða við. Þá kviknuðu hugmyndir að nýjum verkefnum sem við unnum í framhaldi af þeim. Þess- ar samræður urðu til þess að opna augu mín fyrir því hve mikilvægt er að hlusta á nemendur og vera vakandi fyrir því að gefa þeim tækifæri til að þróa hugsun sína og dýpka skilning sinn á verkefnunum sem þeir vinna að. Þennan vetur lagði ég áherslu á að nýta hugmyndir nemenda til að þróa þau verk- efni sem við vorum að fást við í skólanum. Dæmi um það er hvernig rannsóknir í rúm- fræði þróuðust í samspili mínu við nemendur. Meðal þeirra viðfangsefna sem voru á dagskrá þennan vetur voru rannsóknir á marghyrningum. Nemendur þekktu orðið vel ólíkar tegundir marghyrninga, heiti þeirra og hvað einkennir hvern fyrir sig. Þeir gerðu líka rannsóknir á því hvort hægt væri að þekja flöt með marghyrningum. Þeir rannsökuðu ólíkar tegundir af ferhyrningum og komust að því að hægt er að þekja flöt með hvaða gerð af ferhyrningi sem er. Eina skilyrðið er að nota nákvæmlega eins JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.