Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 67

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 67
67 hafa beitt í þessum tilgangi er að nota spurningalistakannanir á unglingum til þess að smíða mælingar, bæði á stigi skólahverfisins (þ.e. á stigi grenndarsamfélagsins) og á einstaklingsstiginu, og beita síðan sértækri tölfræðigreiningu við úrvinnslu gagnanna (sjá Sampson og Groves, 1989; Sampson, Raudenbush og Earls, 1997). Þessi aðferð hefur getið af sér fáeinar rannsóknir sem allar benda til þess að grenndarkenningar eigi erindi við rannsóknir á áhættuþáttum í lífi íslenskra ungmenna (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson, 2004, 2005; Þóroddur Bjarnason, 2000; Þóroddur Bjarnason o.fl., 2005; Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg, 2004; Þórólfur Þórlindsson, Þóroddur Bjarnason og Inga Dóra Sigfúsdóttir, í prentun). Til að mynda hefur komið í ljós að þéttni félagstengsla milli foreldra í skólahverfinu, það er að hve miklu leyti foreldrar ungmenna í skólahverfinu þekkjast innbyrðis, hefur neikvætt samband við áfengisneyslu ungmenna (frávik) en jákvætt samband við námsárangur (hefðbundin markmið), að teknu tilliti til persónulegra tengsla ungmenna við foreldra og fjölda annarra þátta (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2005; Þórólfur Þórlindsson o.fl., í prentun). í annarri rannsókn komust Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg (2004) að því að mikil þátttaka í trúarstarfi meðal unglinga í grenndarsamfélaginu dregur úr líkum á afbrotahegðun unglinga, að teknu tilliti til trúarþátttöku þeirra sjálfra (þ.e. þegar trúarþátttöku þeirra sjálfra er stjórnað tölfræðilega). Þessar nýlegu rannsóknir hafa þó allar einblínt á afmörkuð félagsgerðareinkenni á grenndarsamfélaginu. Markmið með rannsókn okkar er að athuga með kerfisbundnari hætti en áður hvaða þættir í félagslegri samsetningu grenndarsamfélagsins tengjast frávikshegðun íslenskra unglinga. Rannsókn okkar byggist á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir íslenska unglinga á landinu öllu árið 1997. auk þess að skoða fylgni félagsgerðareinkenna við umfang frávikshegðunar var sértækri tölfræðigreiningu beitt til þess að einangra samhengisáhrif (e. contextual effect) félagsgerðareinkenna. Þannig var skoðað hvort félagsgerðareinkenni skólahverfisins hafi tölfræðileg áhrif á umfang frávikshegðunar í skólahverfinu, þegar tekið er tillit til þeirra áhrifa sem per- sónulegar aðstæður unglinga hafa á frávikshegðun. Með öðrum orðum, hefur félags- gerð skólahverfisins áhrif á frávikshegðun unglinga, burtséð frá félagslegum aðstæð- um þeirra sjálfra? KEnninGarlEG nálGUn Kenningar um félagsgerð grenndarsamfélagsins hafa lengi verið félagsfræðingum hugleiknar. Margir af upphafsmönnum félagsfræðinnar lögðu áherslu á að ekki nægði að einblína á aðstæður einstaklingsins til þess að skýra félagsleg vandamál á borð við frávikshegðun. Hér má nefna franska félagsfræðinginn Emile Durkheim og þýsku félagsfræðingana Ferdinant Tönnies og Georg Simmel. Bandarískir félagsfræðingar hófu þessar kenningar síðan til vegs og virðingar í byrjun tuttugustu aldar og áttu þær stóran þátt í því að renna stoðum undir félagsfræði sem sjálfstæða fræðigrein. Félagsfræðingar og afbrotafræðingar hafa löngum gert félagsgerð grenndarsam- félagsins að umfjöllunarefni í rannsóknum á afbrotum. Sá kenningarskóli sem hæst ber á þessu sviði er kenningin um félagslega óreiðu (e. social disorganization theory, JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.