Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 86
86
Rannsóknir á því hvernig dagleg myndsköpun barna getur gefið þeim nýjan skiln-
ing skipa ekki stóran sess meðal rannsókna í myndlistakennslu. Eigindlegar rannsókn-
ir láta sig þó vissulega varða þætti er beinast að skilningi, ástæðum og eðli reynslu
þeirra sem verið er að rannsaka (Eisner, 1998). Áhugi minn á því að rannsaka hlutverk
myndsköpunar í daglegu lífi barna kviknaði við lestur rannsóknarverkefnis sem ber
heitið Art and Everyday Life og unnið var við myndlistakennsludeildina í Lista- og
hönnunarháskólanum í Helsinki í umsjá dr. Marjatta Saarnivaara. Hluti verkefnisins
var rannsókn Kati Rantala (1998, 1997) á mótun frásagnarsjálfs í myndlist – myndlist
ungmenna í tengslum við daglegt líf. Ég deili þeirri skoðun minni með Rantala, sem
hefur rannsakað finnsk ungmenni og áhrif listathafna þeirra á eigið sjálf, að mynd-
sköpun geti haft áhrif á og styrkt mótun sjálfsmyndar. Niðurstöður hennar hafa hvatt
mig til að gera svipaða rannsókn en raddirnar í minni rannsókn og myndirnar sem
ég horfi á tengjast tilteknum einstaklingum, á ákveðnum tíma og stað, og í sérstakri
menningu.
Greinin sem hér fer á eftir er byggð á rannsókn minni og fjallar um hlutverk mynd-
sköpunar í daglegu lífi ungs fólks og mótun frásagnarsjálfs. Tilgangur rannsóknar-
innar var að skoða hvort, og þá á hvaða hátt, ungmenni geta skapað eigið sjálf með
listrænum athöfnum sínum og sköpunarverkum. Tvö sjónarhorn urðu fyrir valinu;
mat ungmenna á gildi myndsköpunar í lífi sínu og áhrif þessa á mótun frásagnarsjálfs.
Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð sem beinir athyglinni að þætti merkingarmót-
unar og frásagnarsjálfs í myndlist. í Finnlandi hefur Marjo Räsänen (1998) kannað
hvernig listaverk geta þjónað þeim tilgangi að auka sjálfsskilning og efla mótun sjálfs-
myndar, og Kati Rantala (1998, 1997), sem áður er getið, beindi sjónum að svipuðu við-
fangsefni. Þess er vænst að greinin varpi nýju ljósi á gildi myndsköpunar í daglegu lífi
ungmenna og hlutverk frásagnarsjálfs í mótun eigin lífssögu – og megi verða innlegg
í þróun kennsluhátta í myndlistakennslu.
Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt:
1) að öðlast skilning á því hvaða hlutverk myndsköpun hefur í lífi ungs fólks.
2) að fá innsýn í það hvernig frásögn ungmenna af eigin myndverkum hefur
áhrif á mótun sjálfsmyndar.
Tilgangurinn er að skilja þá þýðingu sem ungmennin tengja þessu hlutverki og á
hvaða hátt listrænar athafnir þeirra stuðla að mótun sjálfsmyndar.
MEGinHUGtÖK / frÆÐilEG sýn
Listsköpun má lýsa sem ferli þar sem brugðist er við athugunum, hugmyndum, til-
finningum og annarri reynslu á þann hátt að skapa listaverk með mismunandi áhöld-
um og tækni og útfæra það í ýmsum miðlum af hugvitsemi, hæfni og hugsun (Dobbs,
1998). Myndsköpun felst því í að kanna veröldina í gegnum sjónlistir og frá sjónarhóli
þeirra og túlka hana síðan á myndrænan hátt. í rannsókn minni var vísað til mynd-
verka unglinganna sem myndverka eða listaverka og listathafnir þeirra kallaðar list-
sköpun, þó að um sé að ræða unga nemendur í myndlist.
Hugtökin frásagnaraðferð og frásagnarsjálf eru meðal þeirra þráða sem mynda
H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A