Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 86

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 86
86 Rannsóknir á því hvernig dagleg myndsköpun barna getur gefið þeim nýjan skiln- ing skipa ekki stóran sess meðal rannsókna í myndlistakennslu. Eigindlegar rannsókn- ir láta sig þó vissulega varða þætti er beinast að skilningi, ástæðum og eðli reynslu þeirra sem verið er að rannsaka (Eisner, 1998). Áhugi minn á því að rannsaka hlutverk myndsköpunar í daglegu lífi barna kviknaði við lestur rannsóknarverkefnis sem ber heitið Art­ and Everyday Life og unnið var við myndlistakennsludeildina í Lista- og hönnunarháskólanum í Helsinki í umsjá dr. Marjatta Saarnivaara. Hluti verkefnisins var rannsókn Kati Rantala (1998, 1997) á mótun frásagnarsjálfs í myndlist – myndlist ungmenna í tengslum við daglegt líf. Ég deili þeirri skoðun minni með Rantala, sem hefur rannsakað finnsk ungmenni og áhrif listathafna þeirra á eigið sjálf, að mynd- sköpun geti haft áhrif á og styrkt mótun sjálfsmyndar. Niðurstöður hennar hafa hvatt mig til að gera svipaða rannsókn en raddirnar í minni rannsókn og myndirnar sem ég horfi á tengjast tilteknum einstaklingum, á ákveðnum tíma og stað, og í sérstakri menningu. Greinin sem hér fer á eftir er byggð á rannsókn minni og fjallar um hlutverk mynd- sköpunar í daglegu lífi ungs fólks og mótun frásagnarsjálfs. Tilgangur rannsóknar- innar var að skoða hvort, og þá á hvaða hátt, ungmenni geta skapað eigið sjálf með listrænum athöfnum sínum og sköpunarverkum. Tvö sjónarhorn urðu fyrir valinu; mat ungmenna á gildi myndsköpunar í lífi sínu og áhrif þessa á mótun frásagnarsjálfs. Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð sem beinir athyglinni að þætti merkingarmót- unar og frásagnarsjálfs í myndlist. í Finnlandi hefur Marjo Räsänen (1998) kannað hvernig listaverk geta þjónað þeim tilgangi að auka sjálfsskilning og efla mótun sjálfs- myndar, og Kati Rantala (1998, 1997), sem áður er getið, beindi sjónum að svipuðu við- fangsefni. Þess er vænst að greinin varpi nýju ljósi á gildi myndsköpunar í daglegu lífi ungmenna og hlutverk frásagnarsjálfs í mótun eigin lífssögu – og megi verða innlegg í þróun kennsluhátta í myndlistakennslu. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt: 1) að öðlast skilning á því hvaða hlutverk myndsköpun hefur í lífi ungs fólks. 2) að fá innsýn í það hvernig frásögn ungmenna af eigin myndverkum hefur áhrif á mótun sjálfsmyndar. Tilgangurinn er að skilja þá þýðingu sem ungmennin tengja þessu hlutverki og á hvaða hátt listrænar athafnir þeirra stuðla að mótun sjálfsmyndar. M­EGinHUGtÖK / frÆЭilEG sýn Listsköpun má lýsa sem ferli þar sem brugðist er við athugunum, hugmyndum, til- finningum og annarri reynslu á þann hátt að skapa listaverk með mismunandi áhöld- um og tækni og útfæra það í ýmsum miðlum af hugvitsemi, hæfni og hugsun (Dobbs, 1998). Myndsköpun felst því í að kanna veröldina í gegnum sjónlistir og frá sjónarhóli þeirra og túlka hana síðan á myndrænan hátt. í rannsókn minni var vísað til mynd- verka unglinganna sem myndverka eða listaverka og listathafnir þeirra kallaðar list- sköpun, þó að um sé að ræða unga nemendur í myndlist. Hugtökin frásagnaraðferð og frásagnarsjálf eru meðal þeirra þráða sem mynda H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.