Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 109
10
brottfalli að um sé að ræða nemendur sem ýmist hafa ekki innritast í framhaldsskóla
eða hafa ekki lokið námi þaðan og er það í samræmi við þá skilgreiningu sem virðist
nokkuð algeng á Norðurlöndunum. Löggjöf þessara landa lýsir því markmiði, beint
eða óbeint, að framhaldsskólinn sé fyrir alla og öll ungmenni skuli því hljóta menntun
á því skólastigi. Til grundvallar leggur Gerður rannsókn sem gerð var á árgangi 1969
en miðað við þá skilgreiningu sem hún notar er brottfall í þeim árgangi um 42% miðað
við námsferil hans fram að 22 ára aldri (Gerður G. óskarsdóttir, 2000).
í skýrslu Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal, Brottfall úr námi: Af
staða til skóla, félagslegir og sálfræðilegir þættir, er sú skilgreining einnig notuð að brott-
fallsnemandi sé sá sem ýmist innritast ekki í framhaldsskóla eða lýkur ekki námi úr
framhaldsskóla. Þau vinna úr rannsókn á námsgengi árgangs 1975. við 24 ára aldur er
brottfall í þeim árgangi mjög svipað og hjá árgangi 1969, eða yfir 40%. Brottfall hefur
þá aukist meðal karla, sem þau rekja til þess að þeim hefur fækkað sem ljúka verk-
námi (Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, 2002). Með tilliti til brottfallstalna
úr framhaldsskólum má álykta sem svo að skólakerfið mæti hreint ekki þörfum nema
hluta þeirra ungmenna sem ljúka grunnskóla.
Búseta
Búseta nemenda og aðgengi að framhaldsskóla virðist hafa áhrif á það hvort nemand-
inn útskrifast eða hættir námi á framhaldsskólastigi. Fram kom í svari menntamálaráð-
herra árið 2000 við fyrirspurn á alþingi um útskrift nemenda úr framhaldsskólum að
af samanlögðum árgöngum nemenda fæddra 1975, 1976, 1977 og 1978 höfðu einungis
43% útskrifast úr framhaldsskóla árið 1998. Áberandi er hve hlutfall útskrifaðra af inn-
rituðum nemendum er hærra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það er hæst, 47,1%, en
þar sem aðgengi hefur verið lakara, eins og á vestfjörðum, þar sem hlutfall þeirra sem
hafa útskrifast úr þessum árgöngum árið 1998 er lægst, eða einungis 31,7%. Reykjanes
og Norðurland eystra ná ekki meðaltalinu; eru einungis með rúmlega 42% útskrifaðra
úr þessum árgöngum árið 1998 (alþingi. 125. þing, þingskj. 237). Samkvæmt upplýs-
ingum sem menntamálaráðherra gaf á alþingi háttaði þannig til skólaárið 1999–2000
að um 3.200 einstaklingar á aldrinum 16-20 ára bjuggu á stöðum þar sem hvorki var
framhaldsskóli, framhaldsdeild né daglegur akstur í framhaldsskóla (alþingi. 125.
þing, þingskj. 736).
Umfangsmikil rannsókn, Námsferill í framhaldsskóla, var unnin við Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands fyrir menntamálaráðuneytið á námsferli fram að 22 ára
aldri hjá þeim árgangi nemenda sem fæddur er 1969. í ljós kom m.a. að um það bil
tveir þriðju nemenda sem hættu í skóla eftir annað ár í framhaldsskóla eða fyrr áttu
heima utan höfuðborgarsvæðisins (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg andrea Jónsdóttir,
1992). Þá hefur jafnframt verið sýnt fram á að nemendur sem búsettir voru utan höf-
uðborgarsvæðisins hættu í framhaldsskóla með hærri einkunnir en hinir (Gerður G.
óskarsdóttir, 1993). í rannsókn á námsferli árgangs 1975 kemur fram að nálægð við
framhaldsskóla virðist skipta talsverðu um námslok þannig að nemendur sem luku
grunnskólanámi á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að ljúka framhaldsskólaprófi.
Um helmingur fólks sem lauk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafði lokið stúdents-
SVAnFR ÍÐUR JÓnASDÓTT I R