Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 109
10 brottfalli að um sé að ræða nemendur sem ýmist hafa ekki innritast í framhaldsskóla eða hafa ekki lokið námi þaðan og er það í samræmi við þá skilgreiningu sem virðist nokkuð algeng á Norðurlöndunum. Löggjöf þessara landa lýsir því markmiði, beint eða óbeint, að framhaldsskólinn sé fyrir alla og öll ungmenni skuli því hljóta menntun á því skólastigi. Til grundvallar leggur Gerður rannsókn sem gerð var á árgangi 1969 en miðað við þá skilgreiningu sem hún notar er brottfall í þeim árgangi um 42% miðað við námsferil hans fram að 22 ára aldri (Gerður G. óskarsdóttir, 2000). í skýrslu Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal, Brot­t­fal­l­ úr námi: Af­ st­aða t­il­ skól­a, fé­l­ag­sl­eg­ir og­ sál­fræðil­eg­ir þæt­t­ir, er sú skilgreining einnig notuð að brott- fallsnemandi sé sá sem ýmist innritast ekki í framhaldsskóla eða lýkur ekki námi úr framhaldsskóla. Þau vinna úr rannsókn á námsgengi árgangs 1975. v­ið 24 ára aldur er brottfall í þeim árgangi mjög svipað og hjá árgangi 1969, eða yfir 40%. Brottfall hefur þá aukist meðal karla, sem þau rekja til þess að þeim hefur fækkað sem ljúka verk- námi (Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, 2002). Með tilliti til brottfallstalna úr framhaldsskólum má álykta sem svo að skólakerfið mæti hreint ekki þörfum nema hluta þeirra ungmenna sem ljúka grunnskóla. Bús­eta Búseta nemenda og aðgengi að framhaldsskóla virðist hafa áhrif á það hvort nemand- inn útskrifast eða hættir námi á framhaldsskólastigi. Fram kom í svari menntamálaráð- herra árið 2000 við fyrirspurn á alþingi um útskrift nemenda úr framhaldsskólum að af samanlögðum árgöngum nemenda fæddra 1975, 1976, 1977 og 1978 höfðu einungis 43% útskrifast úr framhaldsskóla árið 1998. Áberandi er hve hlutfall útskrifaðra af inn- rituðum nemendum er hærra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það er hæst, 47,1%, en þar sem aðgengi hefur verið lakara, eins og á v­estfjörðum, þar sem hlutfall þeirra sem hafa útskrifast úr þessum árgöngum árið 1998 er lægst, eða einungis 31,7%. Reykjanes og Norðurland eystra ná ekki meðaltalinu; eru einungis með rúmlega 42% útskrifaðra úr þessum árgöngum árið 1998 (alþingi. 125. þing, þingskj. 237). Samkvæmt upplýs- ingum sem menntamálaráðherra gaf á alþingi háttaði þannig til skólaárið 1999–2000 að um 3.200 einstaklingar á aldrinum 16-20 ára bjuggu á stöðum þar sem hvorki var framhaldsskóli, framhaldsdeild né daglegur akstur í framhaldsskóla (alþingi. 125. þing, þingskj. 736). Umfangsmikil rannsókn, Námsferil­l­ í framhal­dsskól­a, var unnin við Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands fyrir menntamálaráðuneytið á námsferli fram að 22 ára aldri hjá þeim árgangi nemenda sem fæddur er 1969. í ljós kom m.a. að um það bil tveir þriðju nemenda sem hættu í skóla eftir annað ár í framhaldsskóla eða fyrr áttu heima utan höfuðborgarsvæðisins (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg andrea Jónsdóttir, 1992). Þá hefur jafnframt verið sýnt fram á að nemendur sem búsettir voru utan höf- uðborgarsvæðisins hættu í framhaldsskóla með hærri einkunnir en hinir (Gerður G. óskarsdóttir, 1993). í rannsókn á námsferli árgangs 1975 kemur fram að nálægð við framhaldsskóla virðist skipta talsverðu um námslok þannig að nemendur sem luku grunnskólanámi á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að ljúka framhaldsskólaprófi. Um helmingur fólks sem lauk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafði lokið stúdents- SVAnFR ÍÐUR JÓnASDÓTT I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.