Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 36
36 ólíkar og misvísandi tilfinningar hjá manni sjálfum, hvað þá hjá ólíkum einstaklingum (Harris, 1989, bls. 109–125). Hugsum okkur nemanda sem dáir kennara sinn en finnst jafnframt að kennarinn taki aðra nemendur fram yfir hann að ósekju. Hjá nemandan- um takast á aðdáun og afbrýðisemi. Lausn aristótelesar væri ekki sú að skipa nem- andanum að vinna bug á togstreitunni eingöngu til þess að vinna bug á henni heldur að reyna að komast að sannleikanum um það hvort kennarinn hafi beitt mismunun af ásetningi og laga tilfinningarnar svo eftir því. Höfundar L draga taum Golemans þegar þeir ræða af kappi um þýðingu þess að leysa ágreining. Sveigjanleiki í samskiptum og þolinmæði hafa þar afgerandi merk- ingu, að þeirra sögn, og sjaldan veldur einn þá tveir deila. „Málamiðlun er einn megin- kjarninn í góðum samskiptum“ (L, bls. 11, 95–98 og 116–117). allt er þetta satt og rétt. En mikið hefði verið gaman ef höfundarnir hefðu einnig bent á að stundum veldur einn þegar tveir deila, stundum er ein tilfinning rétt og önnur röng – og að þótt mann- kostur geti verið að brjóta odd af oflæti sínu þá verði að gæta þess að það sé ekki gert með þeim hætti að ekkert standi eftir nema oddbrotið geðleysið. h) Lokamark t­il­finning­aþroska. Hvernig er best að lýsa tilfinningum hins tilfinninga- greinda manns? Áhersla Golemans á sættir og málamiðlun ólíkra tilfinninga ber hann að lokum inn á vog kyrrðar og rósemi: Lokamarkið er stóísk spekt huga sem ekki lætur stjórnast af sviptivindum tilverunnar. Þetta er enn skýrara í síðari ritum Golemans þar sem hann daðrar jafnvel við hina búddísku hugsjón um gaumgæfa íhugun og útþurrk- un bráðra geðshræringa (t.d. 1997, bls. 40). Tilfinningadygðir aristótelesar eru vissu- lega gullinn meðalvegur milli tvennra öfga, of og van, en meðalvegurinn einkennist ekki endilega af friði og spekt heldur miklu fremur og oftar af tilfinningalegri virkni og þrótti. Sá sem haldinn er réttmætri reiði eða fullur hluttekningar er til dæmis ekki látbrigðalaus og spaklátur heldur kvikur og viljugur til dáðríkra athafna. Höfundar L mega eiga það að jafnvægiskenning þeirra liggur nær aristótelesi en Goleman. „Til lítils er að gera áætlanir og setja markmið án þess að aðhafast neitt“ (L, bls. 76). Á L má þannig skilja að marklaust sé að öðlast tilfinningagreind ef maður nýtir hana ekki til að hrinda verðugum verkefnum í framkvæmd. Mér dettur í hug að höfundar L búi þarna að reynslunni sem sumir þeirra hafa af því að stappa stálinu í íþróttamenn. Naumast þætti góð latína á þeim vígstöðvum að hvetja keppnisfólk til að öðlast tilfinningagreind svo að það geti í framhaldinu setið auðum höndum og gaumgæft sjálft sig. Hér er enn eitt dæmi um það að höfundar L draga ekki alltaf taum Golemans gagnrýnislaust. Þeir hefðu betur sýnt honum enn minni hollustu. áréttinGar OG lOKaOrЭ Ég vona að lesendur skilji nú hvað ég átti við með því að tilfinningagreindina skorti siðferðilega dýpt og að sem undirstaða lífsleikni hrökkvi hún of skammt. Hyggjum að lokum að þrenns konar andmælum sem hugsanlega yrðu sett fram gegn málflutningi mínum. Hin fyrstu væru þau að ég hafi hér hengt bakara fyrir smið; tilfinningagreind hafi aldrei verið ætlað að byggja upp siðferðilegan styrk heldur ein- göngu sálrænan og það sé því naglaskapur að áfellast hana fyrir að fullnægja ekki L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.