Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 26
26
inntakshyggju): „þegnskaparmenntun“ (e. citizenship education)1 sem víða hefur
verið innleidd í skólakerfum nágrannalanda okkar upp á síðkastið. Niðurstaðan þar
var sú að þegnskaparmenntun „stjórnmálavæði“ lífsleiknikennsluna úr hófi fram og
að í besta falli eigi slík kennsla heima sem viðbót við beinabera lífsleikni en geti ekki
komið í stað hennar.
í þessari þriðju ritgerð ætla ég að gægjast undir tjaldskör beinaberrar lífsleikni og
beina sjónum að innbyrðis átökum fylgismanna hennar. við þekkjum það úr íslend-
ingasögunum að frændur eru frændum verstir. Sama gildir hér: Ekki eru minni flokka-
drættir meðal talsmanna beinaberrar lífsleikni en milli þeirra, annars vegar, og tals-
manna annarra grundvallarsjónarmiða um lífsleiknikennslu, hins vegar. Þessi átök
opinberast best í reipdrætti þeirra sem vilja að beinabera lífsleiknin snúist umfram allt
um siðferðilega dygðakennslu2 í anda skapgerðarmótunar og hinna sem mæla með
sálrænu félagsþroska- og tilfinninganámi (e. social and emotional learning) í anda hug-
myndanna um tilfinningagreind (e. emotional intelligence). Hér ber vel í veiði: Nýlega
er komin út á íslensku handbók um lífsleikni eftir þrjá valinkunna höfunda á þessu
sviði (Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson, 2004)
þar sem tekin er eindregin afstaða með hinu síðara af þessum tveimur sjónarmiðum.3
Þar sem ég stend sumpart á öndverðum meiði við höfunda handbókarinnar langar
mig til að ljá lesendum Uppeldis og menntunar efnivið til umhugsunar með því að bera
brigður á sjónarmið höfundanna. í næsta hluta ritgerðarinnar rek ég nokkrar sögu-
legar og fræðilegar forsendur ágreinings okkar. Þar á eftir ber ég saman hugmyndir
dygðafræðingsins aristótelesar um tilfinningadygðir og nútíma hugmyndir um til-
finningagreind, sem Erla, Jóhann Ingi og Sæmundur fylgja að mestu, og reyni að sýna
fram á yfirburði hinna fyrri. í lokahlutanum svara ég svo nokkrum andmælum sem
kunna að hafa vaknað í huga lesenda.
Það kunna nú að þykja síðustu forvöð að fjalla um íslensku lífsleiknina í krafti
námskránna frá 1999 þar sem endurskoðun aðalnámskránna allra stendur yfir. Ef
marka má þau drög sem liggja fyrir í byrjun árs 2006 að endurskoðaðri námskrá fyrir
lífsleikni í grunnskólum (Menntamálaráðuneytið, 2006) er þó ekki að sjá að veiga-
miklar breytingar séu fyrirhugaðar. Þessi drög eru að mestu samhljóða eldri námskrá.
Eina umtalsverða breytingin virðist sú að gert er ráð fyrir aukinni áherslu á borgara-
vitund (í anda þegnskapar- eða borgaramenntunar) á eldri stigum: færni nemenda í
að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. ótrúlegt má virðast að ný náms-
grein, sem að nokkru var rennt blint í sjóinn með fyrir sjö árum, skuli ekki talin þurfa
meiri endurskoðunar við. vonandi er það merki þess að innleiðing lífsleikni í íslenska
skóla sé talin hafa heppnast vel og að um hana ríki nokkur sátt.
1 Hefð virðist nú vera að skapast fyrir því að nota fremur þýðinguna „borgaramenntun“ á íslensku
um „citizenship education“. Ég geri enga athugasemd við það.
2 Ég fylgi hér reglu Gísla heitins Jónssonar menntaskólakennara um að skrifa „dygð“ með einu g
þegar það er dregið af „dugur“ og merkir hið sama og „mannkostur“.
3 Eftirleiðis verður, fyrir stuttleika sakir, vísað til þessarar bókar í meginmáli sem L.
L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD