Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 66

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 66
66 það er að segja þætti sem einkenna grenndarsamfélag ungmenna en liggja utan við einstaklingsbundnar aðstæður þeirra. Rík hefð er þó fyrir rannsóknum af þessu tagi innan félagsfræðinnar, ekki síst rannsóknum á félagsgerð grenndarsamfélagsins (e. community), eða hverfisins sem ungmenni tilheyra (Sampson og Groves, 1989; Sampson, Raudenbush og Earls, 1997). Félagsfræðingar hafa lengi veitt því athygli að tíðni ýmissa félagslegra vandamála er breytileg eftir landsvæðum og hverfum borga, til að mynda tíðni afbrota, vímuefnaneyslu og sjálfsvíga (Blau og Blau, 1982; Durkheim, 1951; Messner og Rosenfeld, 1997). Grenndarkenningar (e. community theories) gera ráð fyrir því að félagsgerð grenndarsamfélagsins geti haft veigamikil áhrif á frávik, lífs- stíl og líðan barna og ungmenna. Með félagsgerð er átt við félagslega samsetningu (e. structural composition) grenndarsamfélagsins, þætti á borð við félagslega þéttni þess (e. social density), stéttar- og menntunarstig íbúanna, tíðni búferlaflutninga íbúa til og frá grenndarsamfélaginu og hlutfallslegan fjölda barna og unglinga sem eiga einstæða foreldra. Félagsfræðingar nefna þessa þætti makróbreytur til aðgreiningar frá einstak- lingsbundnum þáttum sem þeir nefna míkróbreytur. Rannsóknum á þessu sviði má skipta í tvennt. annars vegar eru rannsóknir sem tengja ýmis einkenni grenndarsamfélagsins við aðrar makróbreytur, svo sem námsár- angur skóla eða landshluta, ólíka afbrotatíðni milli borgarhverfa, eða breytilega sjálfs- vígstíðni milli landssvæða (Blau og Blau, 1982; Bursik og Grasmick, 1993; Sampson og Groves, 1989). Hins vegar eru rannsóknir sem tengja einkenni grenndarsamfélagsins við einstaklingsbundnar fylgibreytur (míkró), svo sem frávikshegðun einstaklinga, námsárangur þeirra, tekjur og líðan (Bursik, 1988; Coleman, 1961; Sampson, 1997). Mikilvægi þessara rannsókna felst ekki síst í því að þær draga fram samfélagslegar rætur vandamála sem okkur er tamt að hugsa um sem einstaklingsbundin fyrirbæri. Grenndarkenningar gefa til kynna að áhrif félagsgerðar hafi tilhneigingu til þess að breiðast um allt grenndarsamfélagið, en þetta þýðir að ekki er unnt að nema þessi áhrif með því að skoða tölfræðileg tengsl á milli persónulegra aðstæðna einstaklinga og frávikshegðunar þeirra. Til að mynda hafa bandarískir félagsfræðingar haldið því fram að tíðir búferlaflutningar dragi úr stöðugleika og þéttni tengsla milli nágranna og foreldra og veiki samheldni og samtakamátt grenndarsamfélagsins (Bursik og Grasmick, 1993; Sampson og Groves, 1989). Þegar úr samskiptum dregur milli ná- granna og samheldni grenndarsamfélagsins minnkar veikist félagslegt taumhald (e. social control) fullorðinna á jafnaldrasamfélagi unglinga í grenndarsamfélaginu, sem aftur eykur líkur á jaðarhópamyndun meðal þeirra. af þessum sökum er talið að ung- menni sem búa í grenndarsamfélagi þar sem búferlaflutningar eru umtalsverðir sýni meiri frávikshegðun að jafnaði en ungmenni sem tilheyra grenndarsamfélagi þar sem búseta íbúa er stöðugri, burtséð frá því hvort þau sjálf hafi flust búferlum. Samhengis- áhrif (e. contextual effect) af þessu tagi er aðeins unnt að skoða með því að mæla félagslega samsetningu grenndarsamfélagsins í heild (makróbreytur) enda er ógjörn- ingur að greina áhrif af þessu tagi með því að skoða einstaklingsbundnar aðstæður (míkróbreytur) einvörðungu. Á allra síðustu árum hafa íslenskir félagsfræðingar þó gert fáeinar tilraunir til þess að skoða áhrif grenndarsamfélagsins á frávikshegðun unglinga. aðferðin sem þeir ÞAÐ ÞARF ÞoRP …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.