Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 68

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 68
68 systemic theory; sjá Bursik, 1988; Bursik og Grasmick, 1993; Sampson og Groves, 1989; Shaw og McKay, 1942/1969). Samkvæmt þessari kenningu er grenndarsamfélögum með félagsgerð sem einkennist af tíðum búferlaflutningum, háu hlutfalli einstæðra foreldra, lágri stéttarstöðu íbúa og skorti á efnahagslegum björgum hættara við auk- inni tíðni afbrota og unglingafrávika. Ástæðan er einkum sú að þessi félagsgerðarein- kenni eru talin minnka félagslegan auð (e. social capital) í grenndarsamfélaginu, það er, þau eru talin veikja félagsleg tengsl á milli íbúa og nágranna, auk þess sem þau eru talin veikja samstöðu og samtakamátt íbúanna (að hluta til vegna skertra tengsla á milli þeirra). Þannig þekkir fólk síður nágranna sína í grenndarsamfélagi þar sem búferlaflutningar eru tíðir; aðstæður einstæðra foreldra skerða oft getu þeirra til þess að mynda tengsl og viðhalda tengslum við nágranna og aðra foreldra í grenndarsam- félaginu og lág stéttarstaða íbúa og útbreiddur efnahagslegur skortur getur dregið úr samstöðu íbúa og getu þeirra til þess að starfa saman á grundvelli grenndarsamfélags- ins. Lítill félagsauður í grenndarsamfélaginu er talinn hafa áhrif á frávikshegðun barna og unglinga með margvíslegum hætti. Gisin tengslanet og skortur á samstöðu meðal íbúa eru talin draga úr grenndareftirliti með unglingum og jafnaldrasamfélagi þeirra (Sampson og Groves, 1989; Sampson, Raudenbush og Earls, 1997). Þannig skipta íbúar sér líklega síður af börnum og unglingum sem þeir kunna engin deili á og vera má að skortur á samstöðu og trausti á milli íbúa dragi úr vilja þeirra og áræðni til þess að skipta sér af eða koma í veg fyrir frávikshegðun barna og unglinga. Gisin tengsl milli íbúa eru einnig talin draga úr beinu félagslegu taumhaldi foreldra á sínum eigin börn- um (Coleman, 1988; Krohn, 1986; Sampson, 1997). Þannig hefur Coleman (1988) bent á að þéttni félagstengsla milli foreldra í grenndarsamfélaginu (þ.e. að hve miklu leyti foreldrar ungmenna í grenndarsamfélaginu þekkjast innbyrðis) hafi veigamikil áhrif á það hve mikið taumhald er á börnum og unglingum (sjá Þóroddur Bjarnason o.fl., 2005; Þórólfur Þórlindsson o.fl., í prentun). Séu þétt tengsl á milli foreldra í grennd- arsamfélaginu fjölgar til muna þeim kringumstæðum þar sem hegðun unglinga er undir beinu eða óbeinu eftirliti foreldra. Jafnframt má ætla að aukin tengsl á milli foreldra í grenndarsamfélaginu auðveldi þeim og hvetji þá til þess að sýna samstöðu um félagsleg norm í samskiptum sínum við börn og unglinga (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson, í prentun). Börn og ungmenni komi því til með að upplifa aukna samstöðu um ríkjandi norm samfélagsins. Samkvæmt þessari kenningu hefur félagsgerð og félagsauður grenndarsamfélags- ins útbreidd áhrif á frávikshegðun unglinga í grenndarsamfélaginu. í samræmi við þessa kenningu setjum við fram þá tilgátu að félagsgerðareinkenni skólahverfisins (tíðni búferlaflutninga, hlutfall einstæðra foreldra, stéttarstaða íbúa) hafi tölfræðileg áhrif á frávikshegðun unglinga (þ.e. á umfang frávikshegðunar í skólahverfinu), jafn- vel þótt persónulegum aðstæðum þeirra sjálfra sé stjórnað tölfræðilega (þ.e. burtséð frá því hvort þeir sjálfir hafi flutt nýlega, burtséð frá því hvort þeir sjálfir búi hjá báð- um foreldrum o.s.frv.). Loks er talið að jafnaldrahópurinn hafi mikil áhrif á frávikshegðun unglinga með félagslegu námi og jafnaldraþrýstingi (sjá yfirlit í Warr, 2002). Áhrif jafnaldrahópsins ÞAÐ ÞARF ÞoRP …
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.