Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 50

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 50
0 nemendur hafa ekki kynnst áður gefa tilefni til umræðna og tækifæri til að dýpka þekkingu sína á þeim. Það er á ábyrgð kennarans að sjá til þess að nemendur fái tæki- færi til að ræða um námið við bæði hann og aðra nemendur (Glasersfeld, 1995). rannsóKnarfErliЭ Ég safnaði gögnum um stærðfræðikennslu mína í þrjú ár. Ég tók upp fjölda kennslu- stunda, skráði minnispunkta, bæði í kennslustundum og strax eftir þær, og safnaði gögnum frá nemendum. Sumt af því efni sem ég safnaði sýndi ég bæði kennaranem- um og starfandi kennurum á þeim námskeiðum sem ég kenndi á þessum tíma til að gefa dæmi um hvernig börn leysa stærðfræðiverkefni. Minnispunktar frá samræðum mínum um dæmin eru hluti af gögnum mínum. Þá skráði ég minnispunkta frá fund- um með foreldrum og viðtölum við þá. Ég heimsótti líka aðra kennara sem voru að kenna nemendum á sama aldri og ég, skoðaði kennslu þeirra, tók upp nokkrar kennslu- stundir hjá þeim og ræddi við þá um stærðfræðinám og kennslu bæði nemenda þeirra og minna. Samræður okkar tók ég flestar upp en skráði minnispunkta úr öðrum. Þegar ég fór að leita leiða til að skilgreina þá þróun sem ég sá eiga sér stað í kennslu minni eftir að ég fór að reyna að skilja hvernig nemendur mínir hugsuðu við stærð- fræðinámið kynntist ég skilgreiningum Jaworski (1998) á því sem hún kallar starfenda- rannsókn um þróun (evolutionary action research). Hún telur að þeir kennarar sem ígrunda starf sitt og þróa með sér þekkingu og vitund með því að greina meðvitað það sem þeir hafa lært við ígrundun sína stundi þannig rannsókn. Hún greinir á milli slíkrar rannsóknar þar sem þróunarferli kennarans er í brennidepli og ræður ferð- inni um hvernig rannsóknarferlið þróast og formlegrar starfendarannsóknar þar sem skipulag rannsóknarinnar er vel skilgreint í upphafi og viðmiðunarrammar fyrirfram ákveðnir. Hún leggur áherslu á að til þess að hægt sé að tala um að kennari þróist í starfi þurfi hann að færast af því stigi að geta beitt þekkingu sinni í starfi yfir í að geta ígrundað starf sitt eftir á og einnig ígrundað það í kennslustofunni og um leið tekið þar ákvarðanir á grundvelli greiningar sinnar á því sem hann sér. Þar leitar hún í smiðju til Donalds Schön (1983, 1987) sem hefur skilgreint hvað hann telur einkenna fagmenn sem ígrunda starf sitt. Þessi skilgreining hefur hjálpað mér að finna leið til að skilgreina rannsóknarferli mitt. Mér fannst ég sjá þá breytingu að ég þokaðist frá því að geta beitt þekkingu minni í starfi yfir í að geta ígrundað það sem ég sá og reyndi í kennslunni og nýtt mér það til að taka ákvarðanir í kennslustofunni. Mér fannst ég ekki geta sett mér ákveð- inn viðmiðunarramma til að fylla inn í þegar ég fór af stað með rannsóknina. Ég vildi geta haft augu og eyru opin fyrir öllu því sem ég taldi að gæti haft áhrif á hvernig starf mitt þróaðist og fanga það í rannsókninni. Hug­s­míðar­anns­óknir­ Þegar ég fór að lesa mér meira til um rannsóknir á þróun kennara í starfi komst ég að því að margir hafa unnið að svipuðum rannsóknum og ég. Ég hef kynnst tilraunum AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.