Morgunn - 01.06.1934, Qupperneq 15
M O R Gr U N N
9
hefir myndast, birzt sem jurtir, fiskar, skriðdýr, spen-
dýr og loks sem uppréttur maður. I manninum þroskar
lífið þær dularfullu eigindir, sem vér köllum hug og
lyndiseinkunn; alt af er teygt sig lengra og lengra að
einhverju óþektu marki, menn koma fram, sem meta
þjónustu meira en þægindi og heiður, menn teygja hend-
urnar í tilbeiðslu til himna. Afburðamenn eru kross-
festir og á annan hátt líflátnir, vegna ástar sinnar á
mönnunum, og óteljandi fylking manna fórnar sér á alls-
konar ölturum sakir sannleika og sæmdar. En að lokum,
þegar hiti og ljós, sem jörðin nýtur, er horfið, hnígur
alt inn í óskapnaðinn aftur. Eftir eru ekki einu sinni
minningarnar um neitt ilt eða gott, sem borið hef-
ir við undir sólunni, alt fellur í gröf tilveruleysis og til-
gangsleysis. I þeirra augum er þetta veröldin án ódauð-
leika. í heimi án ódauðleika sálar virðast þau öfl ein
stöðug, sem eru líkamleg og efnisleg. Þau smíða úr sjálf-
um sér sólkerfi og leysa þau upp að nvju. En líf og skap-
gerð, þekking og andlegir eiginleikar — heiður og blómi
kynslóðanna — eru eins hverfulir eins og reykur, sem
sézt um stund, en tvístrast. Efnislegur máttur er þá hið
eina, sem helzt við, það er hann, sem byggir upp og eyoi-
leggur andann á víxl, hann einn, sem alt lifir og yfir öllu
er sigurvegari.
En þrátt fyrir það, að fylsta ástæða sé til þess að
ætla, að það muni hafa djúptæk áhrif á mennina, ef
hugsunin um ódauðleikann fjaraði alveg út, þá má þó
ekki láta þetta hlaupa alveg í gönur með sig. Nú er það
svo, að því hefir verið haldið allfast að mönnum á ýms-
um stöðum, að ef ódauðleikatrúin deyi út, þá muni verða
skyndileg breyting til hins verra um siðferðis-
hugsanir mannsins. En úr þessu hefir sennilega ver-
ið gert alt of mikið. Það nær ekki nokkurri átt, að það
hafi þau áhrif, sem kemur í ljós hjá Lúther og síðan hef-
ir kveðið við hjá kirkjumönnum allra landa: „Ef þú trú-
ir ekki á annað líf“, segir hann, ,,þá gef eg ekki snefil