Morgunn - 01.06.1934, Side 65
MORGUNN
,59
skelfing notar hann mikla sápu, hann fer ekkert spar-
lega með hana. Hann hlær er eg segi þetta, og horfir
dálítið kankvíslega til þín, hann heldur að þú munir
skilja þetta. Hann hefir verið bókhneigður, þessi pilt-
ur. Hann hefir áreiðanlega einhvern tíma verið í skóla,
en hefir langað til að læra meira en þar var kent, viljað
halda áfram. Það bregður fyrir mynd af landslagi bak
við hann. Hann hefir átt þarna heima, en eg þarf ekki
að lýsa þessu landslagi nánar, eg þelcki það, eg sá þetta
sama í sambandi við piltinn, sem eg sagði þér frá í fyrra,
sem æfinlega var með þér, er þú komst hingað.
Það virðist ekki vera mjög langt síðan hann fór,
en hann hefir ekki dáið heima hjá sér. Hann hefir fengið
þessa vondu veiki í brjóstið (þ. e. tæringu, en Jakob
nefnir þá veiki æfinlega þessu nafni), og dáið á sjúkra-
húsi, þar sem margir hafa legið í sömu veikinni. Hann
virðist hafa verið nokkuð mikið veikur áður en hann
fór, en hann vill ekki fara nánar út í það. Eg get ekki
náð í meira frá honum, en honum finst hann hafi ekki
getað sagt helminginn af því, er hann langar til að segja“.
Lýsing Jakobs af þessum manni og umsögn hans
um hann að öðru leyti, á í alla staði við þennan pilt, er
eg hefi þegar minst á; þau atriði, er hann tilfærir, eru
sérkennileg fyrir hann og einkennandi. Hann var nem-
andi í Eiðaskóla, og í bréfi til mín þaðan minnist hann
einu sinni m. a. á það, að sig langaði mjög til að halda
áfram námi við æðri skóla. Landslaginu, er Jakob þykir
óþarfi að lýsa, hafði hann lýst áður í sambandi við Björg-
vin Andrésson, er eg hefi getið um í áðurnefndu erindi
mínu, en þeir voru báðir úr sama bygðarlaginu. Að öðru
leyti vísast til þess er eg hefi áður sagt um þenna pilt
í upphafi erindis míns.
Svo leið tíminn, og eg heyrði ekki neitt frekara frá
þessum gengna góðvini mínum. Eg var þá líka sjaldnar
fundargestur hjá frúnni en ella hefði orðið, því að eg
hafði þá tekið að mér að rita á fundum hennar