Morgunn - 01.06.1934, Page 72
66
MORGUNN
eru nálæg, og landinu hallar niður að firðinum, en eg sé'
ekki neitt sléttlendi eða undirlendi niður við sjóinn..
Það gengur ofurlítil vík inn í ströndina þar sem hann
stendur, og niður við sjóinn sé eg klappir og malarbingi
á milli. Hann fer nú með mig upp frá sjónum. Við erum
nú komnir að snotru húsi, að vísu ekki stóru, en fremur
laglegu. Eg held, að þetta sé íbúðarhúsið, sem hann er
að sýna mér. Það er bygt úr timbri, með járnþaki. Þak-
ið er rauðleitt, veggirnir eru farnir að upplitast, hafa.
samt verið málaðir, en eg á ekki gott með að segja um,.
hvort þeir hafa verið gulir eða grænir, finst samt bera
mest á græna litnum. Hátt uppi, sitt á hvorum stafni
hússins, sé eg glugga. Við annan stafninn er einhver við-
bygging, hann kallar hana „skúrinn“, en fólkið býr ekki
í honum. Öðrumegin við tröppurnar, sem liggja upp að
dyrunum er lítill gluggi, en hinumegin við þær er glugg-
inn stærri, held, að það séu 6 rúður í þeim glugga. Mér
sýnist eins og það sé einhver garður eða eitthvað svoleiðis.
utan undir húsinu, held það eigi að vera blómagarður;
þetta er fast við húsið, og er áreiðanlega ætlað fyrir eitt-
hvað svoleiðis. Umgengnin þarna er einkar falleg og
snyrtileg. Hann sýnir mér þarna konu. Hún er ekki há
eða þrekin að sjá, en svarar sér vel. Hún skiftir hárinu
yfir miðju enni. Mér sýnist einhver þreytublær yfir
henni, og saknaðarblandin þrá í svip hennar. Hún er
lifandi þessi kona.
Ennfremur sé eg þarna hjá henni mann, það er
fullkomlega meðalmaður á hæð með yfirskegg. Hann
hefir verið mikill starfsmaður, hendurnar á honum eru
æðaberar, og hann hefir unnið erfiðisvinnu.
En eg þarf ekki að vera að lýsa þessum persónum
nánar, þetta eru foreldrar hans; hann sýndi mér þau
um daginn; þau eru bæði á lífi.
Það kemur alt í einu dálítil breyting á hann, eins og
einhver gömul endurminning nái tökum á hug hans..
Hann sýnir mér nú alt í einu unga, ljóshærða stúlku..