Morgunn - 01.06.1934, Qupperneq 75
MORGUNN
69
lýsir Jakob húsi. Það hús, er hann lýsir, hafði ung-
mennafélagið látið byggja fyrir starfsemi sína. Þetta
hús var notað fyrir allar samkomur í hreppnum, og
stundum hélt eg þar guðsþjónustur, meðan eg gegndi
preststörfum fyrir fríkirkjusöfnuðinn í Reyðarfirði. ,
Eg kem þá að aðalatriðinu. Lýsing Jakobs á stúlku
þeirri er hann segir, að þessi maður sýni sér. Eins og þið
munið, véfengdi eg það nokkuð ákveðið á fundinum, að
þetta tilfærða atriði gæti verið rétt. Eg reyndi því að afla
mér upplýsinga um þetta atriði, og þvert á móti hyggju
minni reyndist alt rétt og satt, það er Jakob sagði frá.
og lýsti í sambandi við þessa stúlku.
Til eru þeir, sem vilja halda því fram, að þær end-
urminningasannanir, sem mynda meginatriðin í því, er
sá, er þarna kvaðst vera að verki, dregur fram í því
skyni að sanna framhaldslíf sitt, séu engar sannanir,
þessar sannanir sanni ekki neitt um framhaldslífið vegna
þess, að í sambandsástandinu dragi miðillinn með ein-
hverjum hætti alla slíka vitneskju, er þarna komi fram,
úr huga viðstadds eða viðstaddra fundarmanna. En í
sambandi við slíkar fullyrðingatilgátur vil eg spyrja:
Hvernig stendur þá á því, að miðillinn skyldi aldrei vet-
urinn 1930—’31, er eg var nokkuð tíður gestur á fund-
um hjá frúnni, lýsa þessum pilti hjá mér, því eg kom
þenna vetur aldrei svo á fund hjá frúnni, að eg ekki
byggist fastlega við því, að hann myndi gera vart við
sig. En eg hlýt fyrst verulega greinilegar fregnir af
honum, er eg er alls ekki fundargestur, en sit fyrir ut-
an hringinn, önnum kafinn við að rita það, er Jakob
var að segja fundargestunum.
En hvaðan átti þá miðillinn eða sá, er stjórnar tal-
fserum hennar í sambandsástandinu, að ná í vitneskju
um stúlku þá, er hann sýnir, og hvers vegna var því at-
viði haldið svo fast og ákveðið fram af vörum hennar,
þrátt fyrir það, þó eg efaði mjög og véfengdi alt það,
er um þessa stúlku var sagt? Ekki er hægt að segja að