Morgunn - 01.06.1934, Side 83
MORGUNN
77
hann brosti þá stundum út í annað munnvikið, það sá þá
stundum í tennurnar á honum, en mér sýnist hann hafa
verið búinn að missa nokkuð af þeim. Hann hefir al-
skegg, en það er orðið nokkuð grátt, það sýnist að vísu
ekki mikið, en hefir einhvern tíma verið rauðleitt eða
gulleitt á litinn. Hann sýnir mér sveitabæ, sé hann ekki
skýrt, en torfbær er það ekki, heldur timburhús. Hann
ætlar að reyna að koma seinna og gera þá meira. Eg sé
nú hjá honum unglega stúlku, fremur veiklulega í út-
liti; hún hefir dökt hár og nefið er fremur stórt. Hún
sýnir mér handleggina á sér. Vöðvarnir á þeim sýnast
vera orðnir fremur grannir, sennilega valda því lang-
vinn veikindi. Hún horfir mjög hlýlega til gamla manns-
ins, hún er honum áreiðanlega eitthvað viðkomandi. Eg
sé líka hjá honum aldraða konu, ellihruma. Hún er grá-
hærð. Sennilega hefir hún verið fríð kona á sínum yngri
árum, en hún hefir verið lengi veik, áður en hún fór héð-
an, og rúmföst síðustu árin. Þessi kona þekkir þig, Einar,
en einkanlega þekkir hún gamla manninn. Hún horfir
einkar hlýlega og innilega til hans, og virðist vera hon-
um mjög þakklát“.
Mér var ofur auðvelt að kannast við þetta fólk.
Lýsingin af gamla manninum, svo langt sem hún nær, er
rétt lýsing af Gunnlaugi Björgólfssyni bónda á Helgu-
stöðum við Reyðarfjörð, er þá var látinn fyrir nokkuru.
Eldri konan, sem Jakob lýsir, átti lengi heima á heimili
hans. Lýsing hans af henni er rétt, og hún átti lengi við
vanheilsu að búa; en ekki er það undarlegt, að Jakob
segir, að hún sé þakklát við gamla manninn. Hún var
ein af þeim mörgu, sem áttu skjól og athvarf á heimili
hans, þegar í nauðirnar rak. Lýsing á yngri stúlkunni
getur átt við fósturdóttur hans, er lézt af tæringu.
Eg hafði ákveðið, að gefa honum sem fyrst tæki-
færi til að láta heyra frekar frá sér; en það lítur út fyr-
ir, að honum hafi þótt heldur langt að bíða eftir því, að
yrði fundargestur hjá frú Guðrúnu, því þann 18. des-