Morgunn


Morgunn - 01.06.1934, Síða 122

Morgunn - 01.06.1934, Síða 122
116 MORGUNN menn, sem hafi haft furðulega þekkingu á og vald yfir margvíslegum duldum kröftum tilverunnar. Fyrir fáum árum kom út einkennileg ritgjörð á ís- lenzku, sem þá vakti mikla athygli, en flestir eru ef til vill búnir að gleyma nú. Það var Eldvígslan eftir Þór- berg Þórðarson. Höfundurinn hafði um margra ára skeið verið hugfanginn af austurlenzkum trúarhugmyndum, og þótt ritgjörð hans sé oft með kímnislegum blæ, þá dylst þó ekki, að honum er alvara er hann segir, að það sé vottur þess, að kristindómur landsmanna sé á röng- um brautum, er kirkjunnar menn séu þess ómegnugir að gjöra kraftaverk. Hann lítur sem sé fyrst og fremst á trúarbrögðin þeim augum, að þau sé leit mannsins og lausn á því, hvernig honum eigi að auðnast að ná valdi yfir öflum þess heims, sem ekki er sýnilegur. I raun og veru er hann því staddur á sama ferlinum og höfundur- inn að Magnificent Obsession. Og báðir eru á röngum ferli. Þeir eru það sökum þess, að hversu miklu andlegu afli, sem manni kann að auðnast að ná, þá er það ekki hin allra minsta sönnun þess, að maðurinn sé ekki eftir sem áður illmenni. Það er sem sé ekkert b e i n t sam- band á milli krafta mannsins og siðferðileika hans. Eg er að vísu viss um, að hver sá maður, sem verulega drekk- ur inn í sig' og tileinkar sér hugsanir og tilfinningalíf hinna æðstu andlegu spekinga, er máttarmeiri maður en áður, því að þessar hugsanir eru fyrst og fremst styrk- leikur. En það sem skilur þessa spekinga frá öðrum mönnum er það fyrst og fremst, að þeir beita kröftum sínum blátt áfram af eðlisnauðsyn í ákveðna átt, sem til hamingju horfir fyrir aðra menn. Þeir gjöra ekki góð- verk til þess að verða máttmeiri, heldur gjöra þeir góð- verk af því að máttur þeirra er góður. Og hér er það, sem skilur þá frá svo mörgu, sem á öllum tímum hefir bland- ast saman við trúarbrögð mannanna. Páll postuli er á réttum brautum, þegar hann segir, að honum væri með öllu gagnslaust að hafa þrek til þess að gefa alt, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.