Morgunn - 01.06.1934, Side 127
MORGUNN
121
Ensku spíritistarnir vilja ekki láta líkbrenslu fara fram
fyr en 5 dögum eftir viðskilnaðinn. Hér mundi heldur
ekki neinum koma það til hugar.
Þegar athuguð er afstaða íslenzku kirkj-
Kirkjublaðið unnar gálarrannsóknanna og spíritism-
og salarrann- .
Sóknirnar. ans’ er ekkl nema eðhlegt og sjalfsagt að
gefa gætur að sjálfu málgagni kirkjunn-
ar, Kirkjublaðinu. Síra Knútur Arngrímsson er ritstjóri
þess og í útgáfustjórninni eru: síra Friðrilc Hallgrímsson
dómkirkjuprestur, síra Ásmundur Guðmundsson há-
skólakennari og síra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur.
í grein eftir ritstjórann, sem út kom 29. marz síðastlið-
inn, er niðurlagið þetta:
„Páskarnir eru nú að nálgast. Þeir vekja
^máttu^ar* kia manni árlega vonina um það, að tím-
sannanir irnir séu að breytast. Yið köllum þessa há-
tíð hátíð upprisunnar, hátíð vorkomunnar,
sigurhátíð lífsins yfir dauðanum. En við erum nú samt
sem áður þessi óhamingjusama kynslóð, sem hefir van-
ið sig á að líta á tilveruna gegnum snjóbirtugleraugu
efnishyggju og afvegaleiddrar raunhyggju, sem varpa
dökkum litum dauðans og örvæntingarinnar á alla hluti.
Við erum þessi óhamingjusama kynslóð, sem seinni tím-
ar munu fara hörðum orðum um og benda á þann sult-
aHið á hornum andlegra framfara í heiminum, sem
myndast hafi á okkar tíma. Okkur veitir því sannarlega
°kki af því, að upp renni í heiminum verulegir páskar,
eitthvað, sem er meira en góðlátlegur orðastraumur um
eitthvert óhlutkent annað líf einhversstaðar úti í busk-
anum. Við þurfum máttugar sannanir fyrir því, að manns-
sálin og framhaldslíf hennar sé blákaldur veruleiki, svo
menn séu ekki lengur að lifa þessu lífi á grundvelli
rangra forsenda.1)
Sumir hafa þessar sannanir, sumir þrá þær, sumir
') Leturbreytnigin í Kirkjublaðinu.