Morgunn - 01.12.1940, Side 7
M O R G U N N
133
smá-ferð, en ég hefi séð það síðan ég kom hingað, hversu
fáir búa sig undir ferðina, sem mikilvægust er“.
Verulegur hluti af æfistarfi Einars H. Kvarans fór til
þess, að kenna mönnum, hve mikilvægt það væri, að búa
sig undir þá ferð og hve vanrækslan á því gæti orðið af-
drifarík.
Forspár um andlát hans.
Fáum dögum eftir að E. H. K. andaðist sat ég hjá konu
hans í skrifstofunni hans, sem mér fannst harla tómleg.
Ég lét orð falla að því, að miklu furðulegra væri það, hve
lengi við hefðum fengið að njóta hans, en hitt, að hann
væri nú farinn, svo veik hefði heilsa hans verið lengi.
„Það hefðum við mátt vita“ — svaraði frú Kvaran —
„að við áttum að fá að hafa hann svona lengi. Fyrir 14
árum sátum við hjónin með erlendum sjáanda og barst
talið að forspám. Maðurinn minn spurði sjáandann, hvort
hann sæi ekki stundum fram í tímann, en það fannst hon-
um sjálfum jafnan „dularfyllsta fyrirbrigðið“. Sjáandinn
svaraði ekki mörgu til, þagði um stund en sagði síðan:
„Ég sé hjá þér tvo tölustafi, 7 og 8. Þú átt eftir að lifa
lengi enn, en þegar þú ert orðinn 78 ára skaltu fara að
&á að þér“.
„Maðurinn minn hafði spurt hann hvort hann gæti séð,
hve aldur hans yrði hár, en ég held að hann hafi ekki
]agt trúnað á svarið sjálfur, bæði var það, að eftir heilsu
hans að dæma var ósennilegt að hann næði svo háum
aldri, og einnig hitt, að hann átti æfinlega nokkuð örðugt
aieð að trúa spádómum. Við minntumst aldrei aftur á
Þennan spádóm og mér er nær að halda, að hann hafi
alveg liðið honum úr minni. Ekki minntist hann t. d. á
Þann eftir að hann var lagztur banaleguna.
Árin liðu. Fyrir einu ári var dóttir okkar erlendis, hún
kom til þessa sjáanda með kveðjurfrá okkur, hann spurði
strax um föður hennar og endurtók spádóminn, 78 ára
gamall yrði hann“.