Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 42
168
MORGUNN
stærsti jarðneski andi er, þótt hann hafi ekki tök á að
gefa sig til kynna nema með þessum ófullkomna hætti.
Hinsvegar skulum vér alvarlega varast að vera of
fljót til að draga of víðtækar ályktanir af einföldum
reimleikafyrirbrigðum og álykta strax, að þar sé fram-
liðinn maður á ferðum; því að vel má vera að þar sé
ekki um neitt annað að ræða, en ósjálfráða og tilgangs-
lausa hræring frá heimi leyndardómanna, eða lífvana,
vitsmunalausa og ópersónulega mynd liðinna atburða,
sem ég hefi mikla tilhneiging til að ætla, að mörg þau
fyrirbrigði séu, sem menn verða varir við sem vofur í
húsum og skyggnir menn sjá.
Ég endurtek svo að lokum það, sem ég sagði fyrr, að
ætlun mín var ekki sú að gefa tæmandi skýring á reim-
leikunum; ætlun mín var aðeins sú að benda yður á eitt,
af hinum ótalmörgu viðfangsefnum sálarrannsóknanna,
sem óleyst er enn; mig langaði til að vekja umhugsun
og hreyfa spurningum. ¥, . .
Jon Auöuns.
Spíritisminn þekking.
Erindi flutt í S. R. F. í. 4. marz 1940.
af Kr. Daníelssyni.
Eins og yður er öllum kunnugt, var prófessor Sigurður
Nordal nýlega að flytja í útvarpinu flokk af erindum,
sem hann nefndi ,,Líf og dauði“. Vér heyrum á þessari
fyrirsögn, að hann hefur reikað þar á sömu slóðum, sem
félagsmálefni vort hreyfir sig á, og ætti að hafa komið
þar í ljós, hvort hann stæði oss nær eða f jær í skoðunum,
hvort þessi erindaflutningur var til stuðnings fyrir mál-
efni vort eða hið gagnstæða.
En hvað sem því líður og hvort sem vér og aðrir, sem