Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 83
M O RG UN N
209
þeirra vísinda, sem lyfta tjaldinu frá þeirri veröld, sem
umlykur oss á alla vegu og á blessun sína og farsæld
því að þakka, að hún er friðarheimur?
í heimsstyrjöldinni síðustu komu orðsendingar í gegn
um miðlana í mörgum löndum þess efnis, að það væri
víðar verið að draga saman lið en á vígvöllum vorrar
hamingjusnauðu jarðar. — Eftir sömu leiðum koma nú
bendingar um að svo sé enn. Ég held að það skipti ekki
litlu máli fyrir mannkynið, að hersveitirnar að ofan geti
fundið hér á jörðunni starfstæki svo hrein og göfug, sem
manninn, er ég var að segja yður frá í dag.
Merkilegt safn.
1 sólbyrgi, þar sem útsýn er yfir hinn fagra garð frú
St. Clair Stobarts*) í Turner’s Wood, Hampstead, sýndi
M. de Meck, barón, merkilegt safn sálrænna hluta, sem
gestir hans voru undrandi yfir.
Fyrst sýndi hann okkur handrit með ósjálfráðri
skrift, sem voru óvenjuleg að því leyti, að þau voru skrif-
uð á rússnesku af frönskum miðli, sem ekkert orð kann
í því máli. Það var fullyrt að eitt handritið hefði penn-
inn ritað, án þess að hönd miðilsins hefði snert hann.
Rithöndin á því var mjög smá og lesmálið endaði í striki
og blekklessu — þar sem penninn hafði hætt að hreyf-
ast og fallið á pappírinn. —
*) Frú Stobart er ein af ötulustu boðberum spíritismans í Stóra-
Bretlandi og hefir ritaS merkilegar brekur um málið. Einkum er hún
óþreytandi í að reyna að fá kirkjuna til að notfæra sér niðurstöður
sálarrannsóknanna. Hennar hefir á'ður verið getið í Morgni.
Þýð.
14