Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 55
M O RG UNN
181
hvað sem hans vísindalega hugsun leiddi til, þótt hann
kæmist of skammt. Áður hefur verið minnzt á frjálslyndi
háskólamanna vorra, að ljá félagi voru húsnæði til fund-
arhalda á næsta hausti. Það hefði ekki orðið fyrir tutt-
ugu árum.
En þá vík ég mér aftur til Englands. I síðustu blöðum
er sagt frá því, að stofna eigi til sálarrannsókna við há-
skólann í Cambridge (Trinity College) samkvæmt erfða-
skrá manns að nafni F. D. Perrott, sem ánafnar mikla
fjárfúlgu í þessu skyni til minningar um F. W. H. Myers.
Háskólaráðið hefur ákvarðað að hagnýta gjöfina, og átti
að skipa hæfan mann til rannsóknarstarfsins núna um
páskana, en starfið að byrja í september, og verkefnið á
eftir ákvörðun ráðsins að vera: að í’ansaka huglæg og
líkamleg fyrirbrigði, sem virðast benda á, 1) að til sé hjá
mönnum í þessu lífi yfirvenjuleg öfl til þekkingarauka og
áhrifa og 2) að vitund mannsins haldist við eftir líkams-
dauðann. Blaðið „Light“ bætir hér við þeirri athuga-
semd, að spíritistar gleðjist yfir þessu og vonist eftir ár-
angri, en á þá von skyggi þó það, að búast megi við, að
rannsóknarmaðurinn vinni þetta eins og hann sé sá fyrsti,
sem gjörir fullnaðarrannsókn á þessu: yfirvenjuleg öfl
hjá mönnum og framhalslíf, sem þegar hefur verið marg-
rannasakað, í stað þess að leggja til grundvallar verk
Myers og annara.
1 sambandi við þetta er sagt frá í blaðinu, að sams-
konar rannsóknir sé við fleiri háskóla, og nefndir til f jór-
ir aðrir. Miðar þannig í áttina ár frá ári.
Einhver kynni nú að gjöra þá athugasemd, að ég hafi
þó ekki komið með sannanir, en að eins þá staðhæfing, að
spíritisminn sé þekking, en fyrir mannkynið — og málið
snertir allt mannkyn — hafi slík staðhæfing frá mér litla
þýðing, til þess þurfi úrskurð dómbærra vísindamanna og
spekinga, að kveða á, hvað telja megi vísindalega full-
sannaða þekking. Þetta væri réttmæt athugasemd og ég
hefði ekki dirfzt að koma með þessa staðhæfing, ef ekki