Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 109
M O RG UNN
235
Á víð og dreif.
Eftir ritstjórann.
Það er vafasamt, að almenningur hafi lesið með meiri
undrun, og jafnframt gremju, nokkrar blaðafregnir en
þær, sem dagblöð höfuðstaðarins birtu í október síðast-
íslenzkur miðill liðnum umsvik konu nokkurrar íReykja-
uppvís að vík, sem um all-langt skeið hefur verið
svikum. kunn, bæði hér í bænum og út um landið
fyrir miðilsstarfsemi. Ekki svo að skilja, að öllum hafi
komið þessi fregn á óvart, því að mörgum þótti starfsemi
frúarinnar vera farin að færast í það horf, að naumast
mundi allt með felldu, og af ýmsum orsökum höfðu all-
margir spíritistar þann ímugust á starfsemi frúarinnar,
að þeir sóttu ekki samkomur hennar, Sigurður Magnús-
son rannsóknarlögreglumaður í Rvík, sem sótt hafði fjöl-
margar samkomur hjá frú L. Á., fann að lokum efni í
herbergi hennar, sem hann taldi hana hafa notað til að
framkvæma blekkingar, og ákærði hana i'yrir svik. —
Fyrir réttinum játaði hún á sig miklar og þungar sakir
og bíður hún nú dóms, ásamt þrem mönnum, sem hún
hafði búið með, þeim Bergi Gunnarssyni, Kristjáni
Kristjánssyni og Óskari Þ. Guðmundssyni, sem allir hafa
aðstoðað hana við svikin. Hún játaði á sig svik, eins og
áður segir, en kvaðst þó ekki hafa svikið nema stund-
um, eða senniléga þegar hún fann, að engin fyrirbrigði
myndu gerast að öðrum kosti. Af þessari iðju sinni mun
frúin hafa haft all-miklar tekjur og sennilega er það
peningahliðin í málinu, sem hefur leitt hana til þess
hróplega verknaðar, sem hún hefur játað á sig að hafa
drýgt. Hagnaðarvonin hefur mörgum steypt í ógæfu.
Fyrir nokkurum árum fór frú L. Á. til Englands og átti
hún að vera um nokkurra vikna skeið á vegum stofnunar